Skólinn
Fréttir

Skrímslafyrirlestur í 5. bekk

8.4.2016 Fréttir

Föstudaginn 1. apríl kom Þorvaldur Friðriksson í heimsókn í 5. bekk og sagði okkur frá skrímslum á og í kringum Ísland. Eitt helsta skrímslasvæðið við Ísland er Arnarfjörður, en einnig er Grótta þekkt skrímslasvæði. 

 Þorvaldur fræddi okkur um það að á Íslandi eru fimm skrímslategundir aðallega þekktar, það eru faxi, hafmaðurinn, fjörulalli, skeljaskrímsli og vatnaormar, t.d. Lagafljótsormurinn. Allt eru þetta vatna-og sjávarskrímsli. Þorvaldur sýndi okkur margar myndir, t.d. af skrímslahræjum og sporum og teikningar sem hann hefur gert eftir frásögnum sjónarvotta. Að lokum skoraði Þorvaldur á krakkana að vera vakandi fyrir skrímslum og nýta myndavélarnar á símunum sínum til ná myndum af skrímslum, til að hægt sé að sanna tilvist þeirra.