Skólinn
Fréttir

Gaman í 4. bekk

15.4.2016 Fréttir

Í fjórða bekk hafa nemendur verið að gera skemmtilega hluti. 

Í náttúrufræði hafa nemendur verið upplýstir um mikilvægi að ganga vel um umhverfi sitt og landið í heild, hve hreint vatn skiptir miklu máli og hafa þau horft á myndbönd þess til stuðnings. Nemendur fóru síðan út og týndu rusl 5-7 apríl í nærumhverfi sínu við skólann sem var ansi mikið.

Fjórði H-F fór í hjólaferð 12. apríl  í blíðaskaparveðri um Nesið. Börnin hjóluðu ásamt kennara sínum út í Urtagarðinn hjá Nesstofu og hittu þar fyrir Vilhjálm Nesbúa sem sér um garðinn, hann fræddi börnin aðeins um garðinn.

Farið var á Árbæjarsafn 13. apríl í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti. Ferðin var einkar vel heppnuð, nemendur vel undirbúnir og fróðir um gamla tímann.

Að lokum eru nokkrar mydir úr náttúrufræðikennslu, bæði inni þar sem nemendur notast við I-pad í upplýsingaöflun og síðan úti í síðasta þemanu okkar, sem er Komdu og skoðaðu Hringrásir í því frábæra veðri sem verið hefur að undanförnu.

Í myndasafninu okkar eru margar fleiri myndir.