Duglegir 5. bekkingar
Börn hjálpa börnum – er árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins. 5. bekkingar gengu í hús á Nesinu í marsmánuði og söfnuðu í bauka. Þetta er í 19. sinn sem söfnunin fer fram og er hún unnin í samstarfi við grunnskóla landsins. Börnum er úthlutað götum í sínu skólahverfi þar sem þau ganga í hús tvö og tvö saman og safna í söfnunarbauka. Í ár mun söfnunarfénu vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu.
Í fyrra tóku 89 grunnskólar þátt og nemendur hafa ávallt staðið sig með stakri prýði og reynst mikilvægir sendiherrar starfsins.