Skólinn
Fréttir

Bókakynning í 5. bekk

31.5.2016 Fréttir

Bókakynningar halda áfram í 5.bekk. Gabríel kynnti bókina Rangstæður í Reykjavík og mælti hann með henni. Bókin er bæði fyrir stráka og stelpur, alla þá sem hafa áhuga á fótbolta. Birnir Orri og Tryggvi Óli kynntu bókina Bert og baðstrandagellurnar. Bókin fjallar um strák sem er í 10 bekk og er í stelpuhugleiðingum. Bókin er fyndin en töldu þeir bókina frekar höfða til drengja.