Skólinn
Fréttir

Nýtt skólaár

Skrifstofa skólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi. 

2.8.2016 Fréttir

Skrifstofa skólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi. Í gær tók til starfa nýr aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Seltjarnarness, Þorgerður Anna Arnardóttir. Hún mun einkum sinna yngsta og miðstigi og hafa aðsetur í Mýrarhúsaskóla. Við bjóðum hana velkomna. Við minnum á að námsgagnalistar eru á heimasíðu skólans og að kennsla hefst miðvikudaginn 24. ágúst.