Foreldrafundir um lestrarnám og læsi
Skólaskrifstofa og Bókasafn Seltjarnarness bjóða foreldrum leik- og grunnskólabarna til fræðslufunda um lestrarnám og læsi. Fundur fyrir foreldra barna við Grunnskóla Seltjarnarness verður haldinn mánudaginn 5. sept. kl. 20:00-21:00 og fræðsla til handa foreldrum leikskólabarna þriðjudaginn 6. september á sama tíma. Fundirnir verða haldnir í Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi. Fræðslufundirnir eru haldnir í samstarfi við Læsisteymi Menntamálastofnunar og munu fulltrúar þeirra m.a. fjalla um:
· Hvað er læsi og að geta lesið sér til gagns.
· Þróun læsis frá upphafi leikskóla til loka grunnskóla.
· Aðferðir til að efla lesskilning.
· Ráðleggingar til foreldra um hvernig þeir geti stuðlað að farsælu læsisnámi barna sinna.
Í lokin verður boðið upp á stutta kynningu á safnkosti bókasafnsins og því sem safnið hefur upp á að bjóða fyrir börn og unglinga.