Skólinn
Fréttir

Foreldrafundir um lestrarnám og læsi 

1.9.2016 Fréttir

Skólaskrifstofa og Bókasafn Seltjarnarness bjóða foreldrum leik- og grunnskólabarna til fræðslufunda um lestrarnám og læsi. Fundur fyrir foreldra barna við Grunnskóla Seltjarnarness verður haldinn mánudaginn 5. sept. kl. 20:00-21:00 og fræðsla til handa foreldrum leikskólabarna þriðjudaginn 6. september á sama tíma. Fundirnir verða haldnir í Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi. Fræðslufundirnir eru haldnir í samstarfi við Læsisteymi Menntamálastofnunar og munu fulltrúar þeirra m.a. fjalla um: 
·        Hvað er læsi og að geta lesið sér til gagns. 
·        Þróun læsis frá upphafi leikskóla til loka grunnskóla. 
·        Aðferðir til að efla lesskilning. 
·        Ráðleggingar til foreldra um hvernig þeir geti stuðlað að farsælu læsisnámi barna sinna. 
Í lokin verður boðið upp á stutta kynningu á safnkosti bókasafnsins og því sem safnið hefur upp á að bjóða fyrir börn og unglinga. 


Stjórnendur Leikskóla Seltjarnarness, Grunnskóla Seltjarnarness, Skólaskrifstofu Seltjarnarnesbæjar og Bókasafns Seltjarnarness hafa fyrir hönd viðkomandi stofnana sammælst um samstarfsverkefnið Læsi er lykilatriði.  Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að efla lestrargetu barna og ungmenna og að bæta árangur nemenda í læsi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Læsisteymi Menntamálastofnunar. Aðkoma foreldra og forráðamanna að lestrar og læsisnámi barna er afar mikilvæg allt árið um kring. Markviss fræðsla til foreldra um þróun málþroska, hljóðkerfisvitund, grunnþætti lesturs, lestur, lesskilning, málörvun og þjálfun hljóðkerfisvitundar er hugsuð sem hluti af verkefninu. 

Foreldrar eru hvattir til að nota það tækifæri sem fræðslufundirnir eru til að styrkja þekkingu sína á því hvernig þau geta stutt sem best við lestrarnám og læsi barna sinna.