Skólinn
Fréttir

Samræmd könnunarpróf

21.9.2016 Fréttir

Á morgun fimmtudaginn 22.9. og föstudaginn 23.9. verða samræmd könnunarpróf í 7. bekk í íslensku og stærðfræði. 
Þær breytingar verða á fyrirkomulagi prófanna að þau verða lögð fyrir með rafrænum hætti. Prófin hefjast klukkan 9:00 báða dagana og er próftími 80 mínútur.

Í næstu viku verður það svo 4. bekkur sem spreytir sig á fimmtudag í íslensku og á föstudag í stærðfræði. Prófin hjá þeim hefjast einnig kl. 9:00 og er próftími 70 mínútur.

Nemendahópnum verður skipt í tvennt og tekur annar hluti nemenda prófið í tölvuveri Mýó og hinn hlutinn í tölvuveri Való.