Fréttir
Samsöngur
Söngurinn auðgar og nærir andann og í dag var fyrsti söngfundur vetrarins haldinn á sal skólans. Það var dásamlegt að hefja daginn á ljúfum söng barnanna og að þessu sinni sungum við klassískar íslenskar vísur.
Siggi var úti
· Heyrðu snöggvast Snati minn
· Sofðu unga ástin mín.
Í vetur ráðgerum við að hefja alla föstudaga á samsöng.