Skólinn
Fréttir

Árleg bruna- og rýmingar æfing í Mýró

2.11.2016 Fréttir

 Í gærmorgun var brunabjalla skólans sett í gang og árleg bruna- og rýmingar æfing skólans tekin í Mýró. Mikil ró hélst yfir nemendum þegar þeir fylgdu kennurum sínum á sinn stað á skólalóðinni og gekk æfingin eins og í sögu. 

Veðrið lék við okkur þennan fyrsta dag nóvember mánaðar og það var gleðilegt að fylgjast með þegar grænu spjöldin lyftust upp og sýndu að allir væru komnir út eins og vera ber. Rýming skólans gekk eins og í sögu og tók æfingin rétt um fimm mínútur.