Forritunarverkefnið Kóðinn 1.0.
Forritunarverkefnið Kóðinn 1.0 er hafið í 6. bekk og 7. bekkur bætist fljótlega við. Verkefnið er unnið er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Ríkisútvarpið og Menntamálastofnun.
Markmið verkefnisins er að gera börnum í 6. og 7. bekk grunnskóla kleift að kynnast forritun frá fyrstu hendi með því að dreifa BBC micro:bit tölvu ókeypis til allra þeirra skóla sem skrá sig í gegnum heimasíðu Menntamálastofnunar eða á síðu verkefnisins á KrakkaRÚV.
Micro:bit smátölvurnar taka mjög lítið pláss, bjóða upp á ótal marga möguleika og þegar er til mikið kennsluefni sem auðveldar notkun þeirra í skólunum. Tölvurnar eru líka það meðfærilegar að börnin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að fara með þær heim til að prófa sig áfram í forritun á eigin spýtur, eða með aðstoð frá fjölskyldumeðlimum.
Fyrst um sinn ætlum við að halda tölvunum í skólanum meðan allir eru að læra á þær.
Umsjón og kennsla í 6. bekk er í höndum Þorleifs Arnar Gunnarssonar kennara í 6. bekk.
Hér eru mydir af áhugasömum nemendum í 6. bekk að forrita.