Skólinn
Fréttir

Bebras áskorunin

11.11.2016 Fréttir

Bebras áskorunin 2016 fer fram í skólum landsins vikuna 7. - 11. nóvember.  Þetta er annað árið sem við erum með. Að þessu sinni taka 4. og 8. bekkingar þátt og alls eru 38 skólar á Íslandi með  þetta árið.

Verkefnið er keyrt samhliða í mörgum löndum árlega í sömu viku og var Ísland með í fyrsta sinn árið 2015.

Þessi áskorun kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi verkefni. Spurningarnar eru miðaðar við aldur. Eftir að þrautinni lýkur geta nemendur skráð sig inn aftur til að skoða lausnir og sjá hvernig þeim gekk. Nánari upplýsingar um áskorunina er að finna á http://www.bebras.is