Skólinn
Fréttir

Takk fyrir

14.11.2016 Fréttir

Innilegar þakkir fyrir 108 gjafir í „jól í skókassa“ verkefninu í Grunnskóla Seltjarnarness í ár sem bárust frá nemendum, foreldrum þeirra og starfsfólki skólans. Hver einasta gjöf skiptir máli því hún er gjöf til barns sem býr við mjög erfiðar aðstæður í Úkraínu hvort sem það er munaðarlaust, fatlað, sjúkt eða býr við fátækt.  Með þessum gjöfum gleðjum við 108 börn sem fá jólagjöf um þessi jól. Í ár söfnuðust rúmlega 5.400 gjafir á landinu öllu og er þetta í þrettánda sinn sem þessi söfnun fer fram. Kærar þakkir fyrir fallegar gjafir og góða þátttöku.


Þetta verkefni fellur einstaklega vel að stefnu skólans. Skólinn er grænfána skóli og vinnur eftir uppeldi til ábyrgðar. Verkefnið „ jól í skókassa“  er á margan hátt endurvinnsluverkefni . Setja má notuð föt í kassana, þau þurfa bara að vera hrein og heil. Hægt er að setja leikföng sem enginn leikur sér lengur með eða mikið er til af á heimilinu og nýta þannig hlutina betur og áfram.  Síðan er gleðin sem sprettur fram með því að gefa, gleðja og hjálpa öðrum sem búa við önnur kjör en við.  Að lokum er hollt og gott að setja sig í spor annarra  og kynnast því hvernig  aðrir lifa.