Skólinn
Fréttir

Lesið fyrir leikskólabörn

24.11.2016 Fréttir

Þriðjudaginn 22. nóvember örkuðu galvösk börn úr 5. og 6. bekk á Leikskóla Seltjarnarness og lásu fyrir börnin. Allar einingar voru sóttar heim og okkar nemendur voru í pörum að lesa og sýna myndir. Yngri börnin hlustuðu full af áhuga og fannst mikið til koma að fá svona flinka krakka í heimsókn. Okkar börn röltu svo um skólann og mörg hver skoðuðu deildirnar sem þau höfðu sjálf verið á þegar þau voru á leikskóla.

Svona samvinna styrkir tengsl á milli skólastiga og er raunveruleikatengt verkefni. Þau fá góða þjálfun hjá Borghildi á bókasafninu áður en að heimsókninni kemur. Þá hafa nemendurinn okkar áhuga á enn frekara samstarfi við Leikskólann sem er vert að taka til skoðunar.

Hér eru nokkrar myndir frá heimsókninni.