Skólinn
Fréttir

Slökkviliðið heimsækir 3. bekkinga

30.11.2016 Fréttir

Á mánudaginn kom slökkviliðið í heimsókn til 3. bekkinga. Þeir fengu að vita allt um eldvarnir og svo var sjúkra og tækjabíll skoðaður.  Í tækjabílnum voru ýmis skrýtin tæki sem nemendur fengu að skoða og fræðast um, m.a. voru þar klippur sem notaðar eru til að klippa sundur bílflak sem hefur lent í óhappi og það þarf að ná út fólki. Í myndasfni skólans eru fleiri myndir frá heimsókinni.