Skólinn
Eldri fréttabréf

Fréttabréf Mýrarhúsaskóla, mars/apríl 2001

Fréttabréf skólans í mars/apríl 2001 print E-mail

Ágætu foreldrar Nú styttist í páskafrí og verður síðasti kennsludagur fyrir páska föstudagurinn 6. apríl. Kennsla hefst svo að loknu páskaleyfi þann 18. apríl.

VORSÝNINGAR

Laugardaginn 12. maí mun foreldrum gefast kostur á að sjá afrakstur vetrarstarfsins í dans-kennslunni. Þá verða tvær sýningar í íþróttahúsinu kl. 14: 00 og kl. 16:00. Sýningarnar verða nánar auglýstar síðar. Vortónleikar forskóla Tónlistarskólans verða dagana 15. og 16. maí í Seltjarnarneskirkju. Sömuleiðis viljum við minna á hljóðfærakynningu fyrir nemendur forskóla (7 ára börn) miðvikudaginn 25. apríl kl. 18:00.

nýlokið hjá okkur að þessu sinni og hefur verið haft samband heim þar sem ástæða þótti til. Starfsfólk skólans vinnur ötullega að því að bæta samskipti nemenda. Eins og áður hefur verið greint frá bjóða sérkennarar upp á námskeið þar sem markvisst er unnið með samskipti og hafa þau gefið afar góða raun. Við leggjum mikla áherslu á að áætlun skólans gegn ofbeldi og einelti sé lifandi og virk. Þess vegna buðum við öllum foreldrum upp á fræðslufund að kvöldi öskudags. Það voru okkur vissulega vonbrigði hve fáir foreldrar mættu á fyrirlestur Guðjóns Ólafssonar sérkennslu-fræðings. Erindið var sérstaklega haldið fyrir foreldra og fjallaði um einelti. Einungis 9 foreldrar mættu á fyrirlesturinn. Við líðum ekki einelti. Einelti kemur öllum við, ekki bara foreldrum fórnarlamba.

VORVERK

Þessa dagana erum við önnum kafin í vorverkum og skipulagningu næsta skólaárs. Verið er að leggja síðustu hönd á skóladagatalið en þar er gert ráð fyrir skólasetningu 24. ágúst og skólaslitum 10. júní. Sömuleiðis er þar gert ráð fyrir vetrarfríi frá fimmtudeginum 25. október, til og með þriðjudagsins 30. október. Þetta eru mikilvægustu upplýsingarnar úr skóladagatalinu sem snerta heimilin og er þeim því hér með komið á framfæri. Skóladagatalið verður birt á heimasíðu skólans þegar það liggur fyrir. Foreldrum verður síðan sent skóladagatal næsta skólaárs heim þegar skóli hefst í haust.

Í síðustu viku kom hingað myndarlegur hópur elstu barna leikskólanna í sína fyrstu heimsókn í Mýrarhúsaskóla. Eftir páska munu þau koma aftur og þá til þess að sitja kennslustund og vera með í frímínútum.

Elstu nemendur okkar (6. bekkingar) eru þessa vikuna að heimsækja Valhúsaskóla og. Þeir skoða skólann og fá ýmsar gagnlegar upplýsingar um skólastarfið. Að sjálfsögðu ríkir mikil eftirvænting og jafnframt oft kvíði fyrir þessum breytingum sem við reynum að undirbúa sem best. Nú er ljóst að verðandi 7. bekkingum verður endurraðað í bekki þegar þeir flytjast í Valhúsaskóla og mun umsjónar-kennari hvers bekkjar kenna mest í sínum bekk. Einhverjar breytingar verða á starfsliði skólans að venju og verða þær breytingar kynntar í haust þegar skóli byrjar.

ÞRÓUN INNRA STARFS

Nú er að myndast óformlegur starfshópur með foreldrum um málefni bráðgerra nemenda. Stefnt er að því að fara af stað með lítið tilraunaverkefni nú á vormisseri. Vonast er til að við getum fjölgað tilboðum á næsta skólaári. Í tengslum við vinnu okkar við skólanámskrá í lífsleikni munu kennarar sækja námskeið hjá Sigurði Björnssyni, barnaheim-spekingi um dygðasiðfræði og rökræðu City Montessori skólans með börnum. Rétt er að taka það fram að skapast hefur hefð fyrir því að skrifa dygð með einföldum samhljóða í þessu samhengi. Orðið er þá leitt af dugur. Samkvæmt áætlun skólans gegn ofbeldi og einelti eru lagðar fyrir kannanir á líðan og hegðun nemenda tvisvar á ári. Þessu er

NÝIR STARFSMENN

Ráðinn hefur verið kennsluráðgjafi í 50 % starf að skólaskrifstofu sem mun leiða þróunarstarf í náttúru-fræði / útilífskennslu tengda Fræða-setrinu í Gróttu. Hún heitir Herdís Erna Gunnarsdóttir og hóf störf þann 12. mars. Hún er með próf í líffræði frá Háskóla Íslands og lýkur B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands í vor. Herdís er þegar komin inn í starfshóp meðal kennara sem halda áfram vinnu við að aðlaga skólanámskrá Mýrarhúsaskóla að nýrri Aðalnámskrá í náttúrufræði. Þess má geta að fyrsti hópur nemenda hefur þegar heimsótt Fræðasetrið undir leiðsögn Herdísar og munu allir 3. - 6. bekkingar sækja þangað fræðslu í apríl og maí. Einnig hefur verið ráðinn iðjuþálfi, Erla Björk Sveinbjörnsdóttir sem hefja mun störf 1. maí nk. Erla lauk iðjuþjálfaprófi frá Iðjuþjálfa-skólanum í Kaupmannahöfn 1997. Hún hefur unnið hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, þar sem hún hefur unnið með börnum. Erlu er ætlað að sinna nemendum Mýrarhúsaskóla og börnum á leikskólum bæjarins. Erla Björk verður í 60% starfi. Um er að ræða eins árs ráðningu sem er samstarfsverkefni heilsugæslunnar og Seltjarnarnesbæjar. Það gildir um báðar þessar stöður að þær eru spennandi nýjungar í skólastarfinu og koma þessar ungu konur því til með að sinna hér merkilegu brautryðjendastarfi. Við bjóðum þær báðar hjartanlega velkomnar til starfa.

Með páskakveðjum frá starfsfólki skólans. Skólastjóri