Ágætu foreldrar
Foreldraviðtöl fóru fram í síðustu viku og var ánægjulegt að sjá hve margir komu. Það er þakkarvert hvað foreldrar eru vakandi gagnvart námi barna sinna og láta sér annt um skóla þeirra.
Skólahlaup
Skólahlaup UMSK fór fram á föstudaginn 4. október s.l. Rétt til þátttöku höfðu nemendur úr 4.-10. bekk úr grunnskólum á UMSKsvæðinu, þ.e. Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Þátttaka var mjög góð eins og endranær.
Frá Mýrarhúsaskóla kepptu 122 nemendur. Keppt var um glæsilegan bikar „Bræðrabikarinn“, sem er farandbikar, ef sami skóli vinnur hann þrjú ár í röð, vinnst hann til eignar. Mýrarhúsaskóli hampaði bikarnum á s.l. ári og núna í haust tókst að vinna bikarinn aftur.
Bræðrabikarinn vinnst fyrir mestu (bestu) þátttöku skóla í hlaupinu. Auk þess sigruðu stúlkur og drengir úr 5. bekk og drengir úr 6. bekk í sínum aldurshópi og unnu bikara til eignar. Alls unnu nemendur skólans 5 bikara af 7 sem keppt var um í mótinu.
Góður árangur sem þessi vinnst ekki nema með góðum undirbúningi nemenda og góðri tilsögn og skipulagningu íþróttakennara skólans. Kunnum við öllum bestu þakkir fyrir þátttökuna og undirbúninginn.
Hundabann á skólalóð
Við viljum að gefnu tilefni vekja athygli foreldra á því að stranglega er bannað að taka hunda með inn á skólalóðina, enda skilti við alla innganga á lóðina sem vekja athygli á banninu.
Vetrarleyfi
Senn líður að vetrarleyfi sem nú er gefið í þriðja sinn í skólanum. Vetrarleyfið er tvískipt að þessu sinni. Fyrri hluti 30., 31., október og 1. nóvember. Seinni hluti verður 6. og 7. mars.
Sannast sagna teljum við nauðsynlegt eftir lengingu skólaársins að brjóta upp langar annir með þessari tilbreytingu.
Kennarar virðast almennt ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag, þeir foreldrar sem við heyrum frá eru einnig ánægðir.
Foreldrar virðast í auknum mæli, við skipulagningu orlofstöku, að vori halda eftir orlofsdögum sem þeir taka í vetrarfríi skólanna. Það er trú okkar að vetrarleyfið geti verið skólastarfi til góðs og aukið möguleika fjölskyldunnar til samveru. Löng hefð er fyrir vetrarleyfum hjá nágrönnum okkkar á Norðurlöndunum og víða í Evrópu.
Til gamans látum við fylgja með grein sem birtist í dönsku bæjarblaði s.l. haust við upphaf vetrarleyfis í dönskum skólum. Við treystum á dönskukunnáttu foreldra, því greinin yrði að okkar mati ekki jafn góð ef við birtum hana á íslensku.
|
Kunsten at holde en rolig efterårsferie
Når børnene møder i skole efter efterårsferien, spørges der masser af gange: „Hvad lavede I og hvor var I henne?“ De færreste spørger „Har du haft en god efterårsferie?“ for i dag er der jo prestige i at deltage i så mange aktiviteter som muligt, når man har ferie. Forældre planlægger i god mening ofte et stramt ferieprogram for børnene.
Det er fint med en tur i biografen og måske også en dukkert i svømmehallen, men hver eneste dag behøver ikke absolut være skemalagt med aktiviteter fra morgen til aften. Sådan er dagligdagen jo for ungerne i forvejen: I skole, i fritter og så til fodbold og andre fritidsaktiviteter. Hvad er „ingenting“? Denne „kunst“ kan bestå i at være i nærheden af forædrene hele ferien – hvis ellers den ene eller begge forædrene har mulighed for at holde ferie en uge i oktober.
I „gamle dage“ var det jo helt naturlig, at den ene forælder var hjemmegående, så der altid var en voksen i nærheden efter skoletid og i ferierne. Hvad er „ingenting“ At lave „ingenting“ kan for eksempel være at tage med mor på indkøb en fredelig onsdag formiddag og at se TV hele eftermiddagen, mens det regner udenfor, og man nyder duften af de boller, mor har sat i ovnen. Og så i øvrigt at kunne glæde sig til den tur i biffen med far og mor, som venter i morgen. Ganske fredelige – og i øvrigt ganske gratis „ingenting-aktiviteter“ er også at gå en tur i efterårsskoven med sine forældre. Naturen har blændet op for de flotteste efterårsfarver, og så er der mulighed for bade at plukke brombær og at samle hasselnødder og i øvrigt at suge til sig at friske indtryk. De nyplukkede brombær ender naturligvis som brombærsyltetøj til boller, vi bager i morgen, hvor meteorologerne alligevel har dømt, kuling og sjaskregn.
En anden „næsten-ingenting-aktivitet“ kan være en visit hos den nærmeste landmand. Når barnet så kommer til bake i 1. klasse efter ferien, kan svaret på „hvad lavede I og hvor var I henne?“ være: „Ingenting – men nu ved jeg, hvordan man laver brombærsyltetøj, og hvordan landmanden laver grise!“
Fundur um umferðarmál við Mýrarhúsaskóla 5. nóvember
Þriðjudaginn 5. nóvember nk. kl. 20:00 stendur Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla fyrir fundi, þar sem fjallað verður um tillögur um úrbætur á aðkomu bíla og gangandi að Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Tillögurnar voru unnar á vegum Seltjarnarneskaupstaðar og hafa verið samþykktar til reynslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Á fundinum munu fulltrúar bæjarins kynna tillögurnar og foreldrum gefast tækifæri til að koma á framfæri fyrirspurnum og sjónarmiðum sínum um umferðarmál við skólann.
Foreldrar eru hvattir til að láta fundinn ekki framhjá sér fara.
Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla
Við óskum nemendum og aðstandendum ánægjulegrar samveru í vetrarfríinu.
Kveðja frá starfsfólki Mýrarhúsaskóla
|