Skólinn
Eldri fréttabréf

Fréttabréf Mýrarhúsaskóla, október 2003

Fréttabréf skólans í október 2003 print E-mail

Ágætu foreldrar


Senn líður að vetrarleyfi sem nú verður í fjórða sinn í skólanum. Vetrarleyfið er tvískipt að þessu sinni. Fyrri hluti þess er 29., 30. og 31. október. Seinni hluti leyfisins verður dagana 26. og 27. febrúar nk. eins og fram kemur á skóladagatali sem birt er á heimasíðu skólans.

Skólaskjólið er opið í vetrarleyfi fyrir þá nemendur sem þar hafa verið. Eftir að skólaárið var lengt teljum við nauðsynlegt að brjóta upp langar annir með þessari tilbreytingu. Kennarar virðast almennt ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag og þeir foreldrar sem við heyrum frá eru einnig ánægðir. Foreldrar virðast í auknum mæli halda eftir orlofsdögum að vori þegar þeir skipuleggja orlof til að eiga þá inni og taka í vetrarfríi skólanna. Það er trú okkar að vetrarleyfið geti verið skólastarfi til góðs og aukið möguleika fjölskyldunnar til samveru.

Um daginn fóru nemendur 1. bekkja í heimsókn í leikskólana Mánabrekku og Sólbrekku. Markmiðið með þessum heimsóknum var að fá að skoða „gamla“ leikskólann sinn, rifja upp minningar og svara spurningum væntanlegra fyrstu bekkinga Mýrarhúsaskóla. Tókust þessar heimsóknir vel í alla staði. Við minnum á heimsíðu skólans.

Auk gagnlegra upplýsinga um skólann og starfsemi hans er þar að finna myndir úr skólalífinu sem eru uppfærðar með reglulegu millibili.

Reiðhjól
Við mælumst til þess að nemendur skilji reiðhjól sín eftir heima þangað til í vor. Úr þessu fer að verða allra veðra von og því mikilvægt að taka engar áhættur í myrkri og hálku.

Matur og mjólk
Nýtt áskriftartímabil fyrir mjólk og hádegismat byrjar 3. nóvember nk. og er nauðsynlegt að ganga frá endurnýjun samninga fyrir vetrarleyfi.

Bræðrabikarinn til Mýrarhúsaskóla Skólahlaup UMSK fór fram í Mosfellsbæ föstudaginn 3. okt. s.l. Rétt til þátttöku höfðu allir nemendur 4.-10. bekkjar á svæði UMSK. Um 150 nemendur úr Mýró tóku þátt í hlaupinu og gekk þeim vel. Heildarúrslit liggja nú fyrir og kom á daginn að Mýrahúsaskóli hefur unnið Bræðrabikarinn í þriðja sinn og fær hann því til eignar. Óskum við nemendum Mýrarhúsaskóla til hamingju með glæsilegan árangur.

Tveir nemendur sigruðu í sínum aldursflokki. Það voru þeir Kristófer Þór Magnússon í 6. - B og Vilhjálmur Geir Hauksson í 4. - B. Óskum við þeim einnig til hamingju með þennan glæsilega árangur. Allir keppendur fengu verðlaunapening.

Heimsóknir í Húsdýragarðinn
Í október hafa 6. bekkingar heimsótt Húsdýragarðinn og unnið við umhirðu dýranna. Nemendum var skipt í hópa sem fengu ákveðin verkefni. Í lokin kynntu hóparnir vinnu sína hver fyrir öðrum. Allir hóparnir stóðu sig með prýði og sá starfsfólk Húsdýragarðsins ástæðu til þess að hafa samband við skólastjóra til að hrósa börnunum. Þessar heimsóknir eru bæði fróðlegar og ánægjulegar fyrir nemendur.

Tónlist fyrir alla
Um daginn var að frumkvæði skólans fengin tónlistardagskrá frá Tónlist fyrir alla. Daði Sverrisson kom og kynnti tónlistarflutning við hljóðlausar kvikmyndir. Fengu nemendur svo að sjá gamla mynd með Charlie Chaplin og lék Daði viðeigandi tónlist á píanó undir sýningu myndarinnar. Við álítum að heimsóknir af þessu tagi séu mjög mikilvægar og vel til þess fallnar að lífga upp á skólalífið jafnframt því sem þær hafa ótvírætt menningargildi fyrir nemendur.

Við teljum að sá rökstuðningur sem kemur fram í tillögunni sé illa unninn, mótsagnakenndur og ekki sá grundvöllur sem ætti að liggja að baki slíkum breytingum sem fyrirhugaðar eru. Við kennarar og starfsfólk í Mýrarhúsaskóla
lýsum yfir fullum stuðningi við núverandi stjórnendur skólans og teljum þá geta uppfyllt flestar óskir á lista tillögunnar án þess að setja skólasamfélagið í það uppnám sem hætt er við að skapist ef tillaga sem lögð verður fyrir bæjarstjórn 8. október verður samþykkt. Í ljósi alls þessa, hvetjum við ráðamenn á Seltjarnarnesi til þess að sameinast um að vinna að þessu máli með samráði, af heilindum og fagmennsku. Við leggjum því til að tillögu um sameiningu grunnskólanna á Seltjarnarnesi verði vísað frá að svo stöddu.

Tillagan um sameiningu skólanna var svo samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 8. okt. Um kvöldið komu kennarar og starfsfólk Mýrarhúsaskóla saman til fundar og samþykktu ályktun þar sem ákvörðun bæjarstjórnarmeirihlutans var hörmuð. Í ályktuninni segir einnig:

Starfsfólki Mýrarhúsaskóla er misboðið með þessari gerræðislegu ákvörðun enda ljóst að hún er í fullkominni óþökk við allt skólasamfélagið í bænum. Einnig er það ljóst að þessi ákvörðun er tekin án nokkurs samráðs við stjórnendur og starfsfólk skólanna og án allrar faglegrar úttektar. Skólafólk er hlynnt framþróun í skólamálum og hefur unnið markvisst að metnaðarfullu skólastarfi. Skólamál hafa verið hér í góðum farvegi og hafa skilað sér í áhugasömum nemendum, ánægðu starfsfólki og foreldrum. Þetta kemur skýrt fram í viðhorfskönnunum sem gerðar voru á sl. skólaári. Við kennarar og starfsfólk Mýrarhúsaskóla lýsum yfir fullum stuðningi við núverandi stjórnendur skólans og sættum okkur ekki við valdníðslu af þessu tagi.

Í framhaldi af þessu var ákveðið að starfsfólk úr báðum skólunum kæmi saman og fjallaði um málið. Sameiginlegur fundur yfir 100 starfsmanna Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla, haldinn í Valhúsaskóla 14. okt. 2003, sendi svo frá sér ályktun þar sem eftirfarandi kemur fram:

Enn hafa engin haldbær, fagleg rök komið fram sem sannfæra okkur um að framangreind samþykkt meirihluta bæjarstjórnar stuðli að framþróun í skólastarfi á Seltjarnarnesi. Án þeirra getum við ekki stutt sameiningu skólanna tveggja. ........... Að gefnu tilefni er ítrekað að við erum ekki eingöngu að mótmæla ófaglegum og óásættanlegum vinnubrögðum heldur efumst við stórlega um faglegt gildi sameiningar skólanna. Við teljum að aðrar og farsælli leiðir hefði mátt fara til að styrkja samstarf skólanna án þess að raska því góða skólasamfélagi sem sátt hefur verið um í bæjarfélaginu. Við höfum einnig áhyggjur af því að áframhaldandi vinnubrögð í skólamálum verði svipuð því sem við höfum orðið vitni að á síðustu dögum. Við krefjumst þess að meirihluti bæjarstjórnar endurskoði afstöðu sína og vinni með skólafólki á faglegum grunni.

Í niðurlagi rökstuðnings með tillögu bæjarstjórnar fyrir sameingu skólanna segir: „Víða um land hefur sambærileg leið verið farin við samrekstur skóla af svipaðri stærðargráðu með góðum árangri.“ Þetta vekur furðu okkar og eru vægast sagt aðrar fréttir en við höfum haft af gangi mála „víða um land“. Við heyrum sögur frá kollegum okkar sem hafa beina reynslu af slíkum málum. Hér er ein slík sem okkur hefur borist frá Selfossi.

Óvissa um skólastarf
Að undanförnu hefur fátt verið meira rætt hér í skólanum en fyrirhuguð sameining Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla. Er óhætt að segja að tillaga bæjarstjórnar um þetta efni hafi komið eins og þjófur um nótt, því hún hefur stolið þeim góða friði sem hér hefur ríkt í skólastarfinu. Allt í einu ríkir óvissa um það með hvaða skólastjóra kennarar koma til með að starfa í náinni framtíð, óvissa um hvaða stjórnunarstíl sá aðili kemur til með að hafa eða hvaða áherslur verði slegnar í starfi skólans. Tillagan um sameiningu skólanna barst til okkar eftir krókaleiðum og ljóst að það stóð ekki til að kynna hana í skólunum áður en hún færi til afgreiðslu í bæjarstjórn. Þetta finnst okkur lýsa fádæma hroka og er það raunar með ólíkindum að stjórnendum og starfsfólki skuli ekki hafa verið kynnt tillaga sem varðar starf þeirra og vinnustað til margra ára. Þessi gjörningur hefur kallað á fundarsetur starfsfólks skólans og hafa afdráttarlausar ályktanir okkar gegn sameiningunni og þessum vinnubrögðum ítrekað verið sendar bæjarstjórn. Þrátt fyrir það, finnum við ekki fyrir því að tekið sé tillit til okkar sjónarmiða í málinu. Aftur á hafi verið rangtúlkuð opinberlega, m.a. af formanni skólanefndar. Því finnst okkur nauðsynlegt að sjónarmið okkar komist óbrengluð til foreldra og forráðamanna. Er það von okkar að af þessu skiljist að það er ekki bara málsmeðferðin sem við erum ósátt við heldur málatilbúnaðurinn allur. Strax og það kom í ljós hvert var efni tillögu meirihluta bæjarastjórnar samþykktu kennarar og starfsfólk Mýrarhúsaskóla ályktun þar sem m.a. kom fram eftirfarandi: móti höfum við orðið þess vör að þau

held að ákvörðun bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi sé óheillaspor. Þetta segi ég vegna þess að þessi leið var farin á Selfossi fyrir 2-3 árum. Sameinaðir voru tveir prýðisskólar, Sólvalla- og Sandvíkurskólar og búinn til Vallaskóli. …… Skemmst er frá því að segja að nær allir voru á móti þessu, kennarar, nemendur, foreldrar en ekki bæjarstjórn. Þessi sameining reyndi svo á kennarana að fjölmargir hrökkluðust burtu af óánægju, erfiðleikar voru svo miklir að nánast var ómögulegt að hefja skólastarf haustið sem sameiningin gekk yfir. Enn eru menn að glíma við erfiðleika vegna þessa óhappaverks. Kostnaður er kominn úr öllum böndum, starfslokasamningar kostuðu milljónir, skaðabætur vegna yfirsjóna o.fl. Svo kom á daginn að bæjarstjórnarmenn lásu rangt úr skýrslu KHÍ, tóku bara þá kosti sem þeim hentuðu. Þetta er ótrúleg sorgarsaga og væri gagn að einhver myndi gera úttekt á þessu og sjá afraksturinn.

Við stöndum enn uppi með það að okkur finnst skorta öll rök fyrir svo veigamikilli ákvörðun sem varðar um 800 nemendur og foreldra þeirra, og störf um 130 manns í starfsliði skólanna. Þegar ekkert áþreifanlegra er í boði bæjaryfirvalda en þau rök sem við höfum til þessa verið trakteruð á, erum við dæmd til þess að hafa áfram uppi hvers kyns vangaveltur og getgátur um það hvað kunni vera á seyði. Hér fara fáein dæmi um slíkt hjá starfsfólki skólans:

Það er auðvitað ekkert annað en skemmdarverk að koma með tillögu af þessu > tagi á þeim tíma sem skólastarfið í báðum skólunum hefur aldrei gengið betur.“ > > „Ég hugsa mig alvarlega um hvort mér geðjist að vinna hjá sveitarfélagi sem > getur tekið slíkar geðþótta ákvarðanir án þess að tala við nokkurn er málið > snerta, þ.e. starfsmenn skólanna og foreldra. Ég hef unnið í nokkrum góðum > skólum frá því ég lauk kennaraprófi. Ég hef þó aldrei starfað áður í eins > góðum og metnaðarfullum skóla eins og nú. Þar sem skólastjórnendur gera > kröfur, mæta starfsfólki af skilningi jafnt sem nemendum. Hér ríkir ótrúlega > gott og þægilegt andrúmsloft þar sem hlýja og væntumþykja er ríkjandi og > mannleg samskipti í heiðri höfð. Ég held að ég segi starfi mínu lausu ef af > sameiningu verður. Ég hef ekki trú á að stór skóli sé betri en lítill, eða > öllu heldur stærri sé betri en stór.” > > „Fái bæjarstjóri þá ráðgjöf að heppilegt sé að að setja einn skólastjóra yfir > skólana og sameina þá svo með þeim vinnubrögðum sem við höfum orðið vitni að, > þá er annað hvort ráðgjöfin misskilin eða þá ráðgjafarnir eru hálfvitar.“ > > “Ég lít svo á að einn skólastjóri verði frekar eins og framkvæmdastjóri > fyrirtækis en ekki sá aðili sem þarf að fylgjast með hjartslætti > skólastarfins. Ég krefst þess að haldbær rök verði borin fram en ekki bara > slagorðin, betri skóli o.frv. verði látin nægja fyrir svona mikla breytingu. > Skólinn er ekkert annað en fólkið sem í honum starfar þ.e. skólastjórinn, > nemendur, kennarar og annað starfsfólk. Skólarnir á Seltjarnarnesi eru af > þeirri stærðargráðu sem almennt er talin heppilegust. Ef gera á skólann betri > tel ég ekki æskilegt að skólastjórinn verði „skrifstofumaður“ sem gæti misst > tengsl við hið raunverulega starf sem þar fer fram. Einn stærsti kostur við að > kenna á Seltjarnarnesi er nálægðin við allt og fyrirkomulagið á skólunum. ”

Við þökkum fyrir samveruna það sem af er haustinu og óskum nemendum og foreldrum ánægjulegrar samveru í vetrarfríinu sem framundan er.

Starfsfólk Mýrarhúsaskóla