Eldri fréttabréf
Fréttabréf Mýrarhúsaskóla, maí 2004
Fréttabréf skólans í maí 2004 |
FRÉTTABRÉF MÝRARHÚSASKÓLA- MAÍ 2004 Ritstjóri: Árni Árnason- Ábyrgðarm.:Marteinn Jóhannsson Sími: 5959200 Netfang:myrarhus@seltjarnarnes.is Heimasíða: www.myrarhusaskoli.is Ágætu foreldrar! Nú er komið er að lokum skólaársins og því send-um við ykkur seinasta fréttabréfið að þessu sinni. Umferðadagar á Seltjarnarnesi, 14 - 26. maí Fimmtudaginn 13. maí fengu allir 1. bekkingar reiðhjólahjálm að gjöf frá Eimskip,Kiwanis og Flytjanda.Viljum við hvetja foreldra til að sýna gott fordæmi og nota hjálma þegar við á og sjá til þess að öll ungmenni noti reiðhjólahjálm þegar þau hjóla, eru á línuskautum eða á hjólabrettum. Af gefnu tilefni er rétt að minna á að nemendur eiga ekki að koma á línuskautum eða hafa hjólabretti meðferðis í skólann. Rétt er einnig að minna á að börn ættu fyrst og fremst að hjóla á göngu- og hjólreiðastígum og minna þarf þau á að muna eftir umferðareglunum þegar farið er yfir umferðagötur. Laugardagurinn 15. maí var árlegur umferðadagur á skólalóð Mýrarhúsaskóla. Lögreglan kom á staðinn og leiðbeindi með réttan hjólabúnað og stillingu hjálmanna. Þriðjudaginn 18. maí fræddi umferðafulltrúi frá Landsbjörg nemendur 6. bekkja um umferðarmál og miðvikudaginn 19. maí fengu nemendur 3.- 5. bekkja skemmtilega heimsókn og umferðafræðslu á Eiðistorginu. Sundmót Föstudaginn 14. maí var árlegt sundmót Rotary.Verðlaun fyrir góða frammistöðu í sundinu veitti Rotarymaðurinn Gunnar Gunnarsson en verðlaunapeningar voru gjöf frá Rotarymönnum. Danssýning Eins og foreldrum er eflaust kunnugt um fá allir nemendur í 2.-6. bekk eina kennslustund á viku í danskennslu. Er aðdáunarvert hvað nemendur ná góðum árangri hjá danskennara sínum á ekki lengri tíma. Dagana 1.-3. júní sýna svo nemendur skólans árangur danskennslunnar í íþróttahúsi Seltjarnarness. Ætlast er til að nemendur mæti og taki þátt í sýningunni og hvetjum við foreldra til að koma og taka með sér vini og vandamenn. Sýningarnar verða sem hér segir: Nemendur í 6. bekk þriðjud 1. júní kl 17:15 Nemendur í 5. bekk þriðjud. 1. júní kl 18:15 Nemendur í 4. bekk miðv. 2. júní kl 17:15 Nemendur í 3. bekk miðv. 2. júní kl 18:15 Nemendur í 2. bekk fimmtud. 3. júní kl 17:15 Vorhátíð Dagana 2.- 4. júní verður mikið um vettvangsferðir og ýmis útilífsverkefni á vegum skólans. Mánudaginn 7. júní munu nemendur, foreldrar og starfsfólk taka höndum saman og safna peningum fyrir vinaskóla okkar við Monkey Bay í Malaví. Starfsfólk Þ.S.S.Í. í Malaví ætlar að kaupa fyrir okkur kennslugögn handa vinaskólanum fyrir það fé sem safnast.Dagskrá markaðsdagsins hefst kl 9:00 og stendur til kl 13:00 og er það skólatími nemenda þennan seinasta skóladag nema nemendur fái önnur skilaboð með sér heim. Dagskráin verður auglýst nánar. Mötuneyti nemenda Undirbúningur að nýju mötuneyti fyrir nemendur er nú í fullum gangi og verður nýtt og glæsilegt mötuneyti opnað í skólanum næsta haust. Eldhúsið verður í nýbyggingu skólans þar sem Skjólaskjólið hefur verið til húsa. Nemendur munu borða í samkomusalnum. Líklega verður nemendum skipt upp í þrjá hópa og munu þeir borða á tímabilinu frá kl 11:30 til 12:50. Stefnt er að því að ráða matreiðslumeistara og matreiða sem mest á staðnum úr fersku hráefni. Kostnaður verður miðaður við að nemendur greiði hráefnisverð. Skólaskjólið Skólaskjólið verður áfram starfrækt fyrir nemendur í 1-3. bekk. Starfsemin flytur í aðra stofu vegna tilkomu mötuneytisins og hafa nemendur áfram aðgang að ýmsum sérgreinastofum. Nýr forstöðumaður hefur verið ráðinn að skjólinu, Rut Bjarnadóttir. Rut hefur verið starfsmaður skólans í vetur. Hefur hún leyst af sem forstöðumaður í skjólinu og reynst afar vel. Óskilamunir Fatnaði sem skilinn hefur verið eftir í skólanum í vetur verður komið fyrir á ganginum við aðalinngang skólans frá 2. júní. Hefur safnast saman mikið af verðmætum flíkum, íþróttafötum, bakpokum, handklæðum og öðru sem við hvetjum fólk til að koma og skoða. Sameining skólanna Undirbúningur heldur áfram vegna stjórnunarlegrar sameiningar skólanna Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla. Sameiningin tekur formlega gildi 1. ágúst nk. Nýtt samræmt skóladagatal fyrir skólaárið 2004-2005 hefur verið birt á heimasíðu skólanna og er það unnið í samvinnu við leikskóla bæjarins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Unnið er að frágangi á nýju skipuriti og í endurskoðun er fjöldi stöðugilda í stjórnun. Nýjar og breyttar starfslýsingar stjórnenda munu brátt verða tilbúnar og ýmis hugmyndavinna er í gangi sem ekki verður getið nánar um að sinni. Þá hafa foreldraráð beggja skólanna komist að samkomulagi um að stofnað verði eitt foreldraráð með þremur aðalmönnum og þremur varamönnum. Nýja foreldraráðið tekur til starfa 1. september nk. Skólaslit og skólalok Síðasti kennsludagur á þessu skólaári er mánudagurinn 7. júní og er það einnig seinasti dagur sem Skólaskjólið er opið. Skólaslit verða svo þriðjudaginn 8. júní og þá er gert ráð fyrir að nemendur í 1. -5. bekk komi hver í sína stofu kl 10:00 til að kveðja umsjónarkennara sinn og fá afhentan vitnisburð. Útskriftarnemendur í 6. bekk mæta til útskriftarathafnar í sal skólans kl 13:00 og hvetjum við sérstaklega foreldra nemenda sem kveðja skólann til að koma með börnum sínum. Skólabyrjun í ágúst Skólinn verður settur aftur að loknu sumarleyfi mánudaginn 23. ágúst. Verður það auglýst nánar í dagblöðum og á heimasíðu skólans um miðjan ágúst. Við lok þessa skólaárs vill starfsfólk skólans færa nemendum og foreldrum bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars. |