15.12.2006
Grunnskólar
Dagana 15. og 18. des verður óhefðbundið starf í Valhúsaskóla
Dagana 15. og 18. des verður óhefðbundið starf í Valhúsaskóla Farið verður með nemendur í kvikmyndahús föstudaginn 15. des. og eru nemendur beðnir um að koma með 300 kr.í skólann miðvikudaginn 13. des. Sá peningur mun ganga upp í aðgöngumiða nemenda.
Dagskrá:
Föstudagur 15. des. Kl. 9:00 - Nemendur koma í umsjónarstofur þar sem tekið verður manntal. Kl. 9:45-10:00 - Sýning hefst í Háskólabíói. Farið verður með rútum frá Sundlaug Seltjarnarness Kl. 11:35-11:50 - Sýningu lýkur. Farið í rútum eða gengið út í skóla eftir því hvernig viðrar. Kl. 12:00-12:15 - Komið í skólann og nemendur fara í stofur með umsjónarkennurum.
Nemendum verður boðið upp á vöfflur og súkkulaði með rjóma í mötuneyti. kl. 12:30-12:50 - 9. bekkur kl. 12:50-13:10 - 10. bekkur kl. 13:10-13:30 - 8. bekkur kl. 13:30-13:50 - 7. bekkur
Kl. 13:00 fara 9. bekkingar á Bókasafn Seltjarnarness til að hlusta á Stefán Mána lesa upp úr bók sinni Skipinu.
Kl. 13:30 fara 10. bekkingar á Bókasafn Seltjarnarness til að hlusta á Stefán Mána lesa upp úr bók sinni Skipinu.
Á meðan sumir nemendur gæða sér á vöfflum og súkkulaði í mötuneytinu eða eru í heimsókn á Bókasafni Seltjarnarness eru aðrir nemendur í umsjónarstofum sínum undir stjórn umsjónarkennara.
Kl. 14:00 – Skóladegi lýkur.