Netöryggi

Netöryggi

Örugg netnotkun barna

Með þróun tölvutækinnar, sérstaklega veraldarvefsins, hefur verið sífellt ljósara að efni þess er margs konar og margt af því er ekki ætlað börnum og unglingum. Því er mikilvægt að foreldrar verndi börn sín gagnvart óæskilegu efni á vefnum og fólki þar sem vill misnota vefinn. Því er mikilvægt að foreldrar séu vel vakandi gagnvart vefnotkun barna sinna og skólinn hefur sjálfur eigin tölvureglur til að vernda nemendur í samræmi við lög og almenn siðferðisgildi.

Unnið er að því að hjálpa foreldrum að tryggja örugga netnotkun barna og unglinga sinna. Landssamtökin Heimili og skóli vinna að því að þróa hjálp og leiðbeiningar til foreldra í sérstöku samstarfsverkefni innan Evrópu sem nefnist SAFT, Samfélag, fjölskylda og tækni, og heldur úti upplýsingum um verkefnið og leiðbeiningum á sérstakri heimasíðu. Sjá nánar íslensku  heimasíðuna fyrir verkefnið en einnig er haldið úti evrópskri vefsíðu. Heimasíða Heimilis og skóla er einnig áhugaverð fyrir foreldra en hún er vettvangur þeirra sem vilja efla samstarf heimilis og skóla. Hér er líka góð umfjöllun um neteineltiHagnýtt