Félagslíf

Félagslíf



1. - 6. bekkur

Ýmsar náms- og skemmtiferðir eru farnar hjá öllum árgöngum yfir skólaárið,  nokkrar hafa náð að festast í sessi og eru yfirleitt farnar á hverju ári.

1. bekkur: Sveitaferð.

3. bekkur: Þjóðminjasafnið.

4. bekkur: Gróðursetning

5. bekkur: Þingvellir, Þjóðminjasafnið,

6. bekkur: Húsdýragarðurinn

Á vordögum bætast oft við fleiri ferðir t.d. göngu- eða hjólaferðir um næsta nágrenni og er það ákveðið hverju sinni.

7. - 10. bekkur

9. bekkur Skíðaferð

9. bekkingar fara í þriggja daga skíðaferð í Bláfjöll  

Þórsmerkurferð

Í lok hvers skólaárs fara 10. bekkingar í Þórsmerkurferð. Þessi ferð er fjármögnuð af nemendum, þ.e. þeir safna fyrir ferðinni yfir veturinn með því að halda skemmtanir. Þetta er sannkölluð útivistar- og gönguferð.

 

Reykjaferð

Frá árinu 2007 hafa nemendur í 7. bekk lagt land undir fót og farið í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði.  Í upphafi voru ferðirnar fjármagnaðar af skólanum og nemendur þurftu aðeins að greiða fyrir færði þá 5 daga sem þeir dvöldu í skólabúðunum. Skólaárið 2009-2010 þurftu nemendur hins vegar að fjármagna ferðina sjálfir og var fjáröflun skipulögð af foreldrum en skólinn lagði til starfsfólk í ferðina.  Sami háttur hefur verið hafður á síðan og þannig verður það áfram. Það er því alfarið í höndum foreldra hvort þessar ferðir verða farnar. Ákveði foreldrar að láta nemendur fara þessa fer þurfa þeir að standa fyrir fjáröflun sem nauðsynlegt er að byrja að skipuleggja strax í ágúst.

 



 


Skólinn