Skólareglur

Skólareglur

Mætingarreglur sem tóku gildi janúar 2023


Skólareglur og viðurlög við brotum á þeim eru samin með hliðsjón af lögum um grunnskóla nr. 91/2008 en þar segir í upphafi 14. greinar.

Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunn­skóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnis­reglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.

Skólareglurnar byggja á því grundvallarsjónarmiði að nemendur séu komnir í skólann til þess að læra í friði, sátt og samlyndi við aðra. Skólareglur Grunnskóla Seltjarnarness gilda hvar sem nemendur eru á vegum skólans.

 

Almennar reglur

 • Við erum kurteis og berum virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum
 • Við berum ábyrgð á sjálfum okkur, eigum okkar og skólans
 • Við sinnum hlutverki okkar

 

Skýr mörk

Skýr mörk eru grundvallarreglur um óásættanlega hegðun.

Þegar nemandi fer yfir skýru mörkin er brugðist við. Oftast er nemandi fjarlægður úr hópnum og í kjölfarið er rætt við hann. Nemandinn er aðstoðaður við að gera áætlun um hvernig hann geti mætt þörfum sínum án þess að ógna öryggi sínu eða annarra og hvernig læra megi af mistökum.

 

Í skólanum eigum við aldrei að:

 • beita andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi
 • beita ógnunum, ögrunum eða hótunum og koma með eða beita bareflum, vopnum eða eldfærum
 • mismuna á nokkurn hátt (t.d. vegna uppruna, litarháttar eða trúar)
 • neyta tóbaks, áfengis eða fíkniefna

 

Virðing, ábyrgð og vellíðan eru einkunnarorð Grunnskóla Seltjarnarness

 

Í skólanum okkar

 • stundum við námið af samviskusemi og mætum stundvíslega með öll gögn og áhöld sem til er ætlast
 • sýnum við heiðarleika við skil verkefna og við prófatöku.
 • sýnum við hvert öðru kurteisi og virðum vinnufrið í kennslustundum
 • förum við vel með eigur okkar og annarra
 • geymum við yfirhafnir á snögum og útiskó í skóhillum
 • virðum við reglur um notkun farsíma, I-poda, hjóla og annarra tækja í skólanum
 • göngum við vel um húsnæði, búnað og tæki
 • borðum við og drekkum eingöngu í mötuneyti
 • förum við út í frímínútur og leikum okkur á skólalóðinni

 

Við komum fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

 

Athugið að skólinn ber ekki ábyrgð á verðmætum nemenda.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 


Skólinn