Verklagsreglur

Verklagsreglur

Þjónusta við grunnskólanema með fjölþættan vanda

Markmiðið með verklagsreglunum er að skýra ferla, ábyrgð og hlutverk einstakra stofnana Seltjarnarnesbæjar við vinnslu mála þar sem vandi nemenda er mikill. 

A . Verklagsregla um viðbrögð við hegðunar- og samskiptavanda nemenda

1.Kennari leitar orsaka fyrir hegðun nemandans og reynir að leita leiða til úrbóta með viðtölum við nemandann og foreldra/forráðamenn hans. 
2.Verði ekki breyting til batnaðar, þrátt fyrir viðtöl, skal kennari leita til skólastjóra og sérfróðra ráðgjafa skólans, s.s. deildarstjóra sérkennslu, námsráðgjafa eða sálfræðings, sem leita leiða til úrbóta. 
3.Skólastjóri eða fulltrúi hans heldur fund með foreldrum/forráðamönnum og nemanda þar sem hvatt er til umbóta og leitað orsaka vandans. Skólastjóri leggur málið fyrir nemendaverndarráð ef málið er þess eðlis.
4.Finnist ekki viðunandi lausn fyrir nemandann þá er málið tilkynnt til Barnaverndarnefndar og Fræðslusviðs Seltjarnarness.
5.Teymi er stofnað um málið. Fulltrúi skólans leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess. Á meðan unnið er í málinu getur nemandinn verið í heimaskóla, tímabundinni brottvísun eða í öðru sérúrræði.

Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust.

B. Verklagsregla um viðbrögð við skólasóknar- og ástundunarvanda nemenda

1.Kennari leitar orsaka fyrir hegðun nemandans og reynir að leita leiða til úrbóta með viðtölum við nemandann og foreldra hans. 
2.Verði ekki breyting til batnaðar, þrátt fyrir viðtöl, skal kennari leita til skólastjóra og sérfróðra ráðgjafa skólans, s.s. deildarstjóra sérkennslu, námsráðgjafa eða sálfræðings, sem leita leiða til úrbóta. 
3.Skólastjóri eða fulltrúi hans heldur fund með foreldrum/forráðamönnum og nemanda þar sem hvatt er til umbóta og leitað orsaka vandans. Skólastjóri leggur málið fyrir nemendaverndarráð ef málið er þess eðlis.
4.Finnist ekki viðunandi lausn fyrir nemandann þá er málið tilkynnt til Barnaverndarnefndar og Fræðslusviðs Seltjarnarness.
5.Teymi er stofnað um málið. Fulltrúi Barnaverndarnefndar leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess.

Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust.


C. Verklagsregla um viðbrögð við lögbrotum og alvarlegum brotum nemenda á skólareglum


Með alvarlegum brotum á skólareglum er m.a. átt við: Alvarlegt ofbeldi, þjófnað, innbrot í skóla (þar með talið í tölvukerfi), skemmdarverk, veggjakrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu, sölu og dreifingu fíkniefna.

1.Skólastjóri tilkynnir foreldrum/forráðamönnum það sem gerst hefur.
2.Skólastjóri tilkynnir málið til lögreglu og fer fram á rannsókn þess.
3.Skólastjóri tilkynnir málið til fulltrúa Barnaverndarnefndar Seltjarnarness.
4.Skólastjóri grípur til tímabundinnar brottvikningar nemanda.
5.Lögregla rannsakar málið.
6.Framhald máls fer eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar.
7.Ef lögreglurannsókn leiðir í ljós að málið megi leysa innan skólans fer framhald þess samkvæmt leið  1 en ef um alvarlegt lögbrot er að ræða fer framhald málsins samkvæmt leið 2.

Leið 1 Lausnarleið skóla


1.Skólastjóri tilkynnir foreldrum/forráðamönnum niðurstöðu lögreglurannsóknar í samvinnu við lögreglu. 
2.Ef um ofbeldi er að ræða hefur skólastjóri samband við foreldra þolanda/þolanda sjálfan. Ef ekki hefur verið lögð fram kæra leitar skólastjóri heimildar til lausnar málsins innan skólans.
3.Fundað er með geranda og foreldrum/forráðamönnum hans um framhald málsins. Ráðgjöf og þjónusta er boðin frá skóla og Fræðslusviði Seltjarnarness (s.s. sálfræðiráðgjöf, sérkennsluráðgjöf, námsráðgjöf og/eða félagsráðgjöf).
4.Lausnarleið er ákveðin í samráði við aðila máls.
5.Finnist ekki viðunandi lausn er málinu vísað til fulltrúa Barnaverndarnefndar Seltjarnarness sem heldur utan um málið á meðan leitað er frekari lausna.

Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust.

Leið 2 Lögregla


1.Lögregla tilkynnir málið til Barnaverndarnefndar Seltjarnarness sem tekur við vinnslu þess.
2.Fulltrúi Barnaverndarnefndar Seltjarnarness kallar til fundar fulltrúa Fræðslusviðs Seltjarnarness, skóla (einnig skólasálfræðing ef óskað er) og foreldra/forráðamenn viðkomandi nemanda. Aðilar vinna að lausn málsins.
3.Teymi er stofnað um málið.  Fulltrúi Barnaverndarnefndar leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess. Á meðan unnið er í málinu getur nemandinn verið í heimaskóla, tímabundinni brottvísun eða í öðru sérúrræði.
4.Finnist ekki viðunandi lausn innan skólans sér Fræðslusvið Seltjarnarness um að útvega nýtt skólaúrræði.

Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust.

C1. Verklagsreglur vegna vanda sem tengist vímuefnum

1   Ef grunur leikur á því að nemandi sé undir áhrifum vímuefna í skólanum/á skólalóð
1.Skólastjóri hefur samband við foreldra/forráðamenn.
2.Skólastjóri tilkynnir málið til Barnaverndarnefndar og kallar fulltrúa Barnaverndarnefndar á staðinn ef ástæða er til.
3.Skólastjóri ákveður, í samráði við foreldra/forráðamenn og fulltrúa Barnaverndarnefndar, hvort vísa eigi nemanda tímabundið úr skóla á meðan málið er óútkljáð.
4.Fulltrúi Barnaverndarnefndar kannar áhættuhegðun barnsins í samráði við foreldra.
5.Skólastjóri, foreldrar/forráðamenn og fulltrúi Barnaverndarnefndar finna viðeigandi úrræði fyrir nemandann.
6.Ef ágreiningur kemur upp milli foreldra/forráðamanna og skóla varðandi vinnslu málsins skal leita til Fræðslusviðs Seltjarnarness.

2   Ef grunur er um að nemandi hafi vímuefni undir höndum, dreifi eða selji í skólanum/á
       skólalóð
1.Skólastjóri tilkynnir málið til lögreglu.
2.Skólastjóri hefur samband við foreldra/forráðamenn eftir samráð við lögreglu.
3.Skólastjóri tilkynnir málið til fulltrúa Barnaverndarnefndar.
4.Skólastjóri grípur til tímabundinnar brottvikningar nemanda.
5.Lögregla rannsakar málið.

Um framhald máls fer samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar.
Ef lögreglurannsókn leiðir í ljós að um minniháttar mál sé að ræða fer framhald þess samkvæmt leið 1 í verklagsreglu C. 
Ef lögreglurannsókn leiðir í ljós að um alvarlegt lögbrot hafi verið að ræða fer framhald málsins samkvæmt eftirfarandi ferli:

6.Lögregla tilkynnir Barnaverndarnefnd Seltjarnarness um málið þar sem það fer í vinnslu. 
7.Fulltrúi Barnaverndarnefndar kallar til fundar fulltrúa Fræðslusviðs, skóla og foreldra/forráðamenn viðkomandi nemanda.  Aðilar vinna að lausn málsins.
8.Teymi er stofnað um málið. Fulltrúi Barnaverndarnefndar leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess. Á meðan unnið er í málinu getur nemandinn verið í heimaskóla, tímabundinni brottvísun eða í öðru sérúrræði.
9.Finnist ekki viðunandi lausn innan heimaskóla sér Fræðslusvið um að útvega nýtt skólaúrræði.

Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust.

D. Verklagsregla vegna trúnaðarbrests milli foreldra og skóla

1.Skólastjóri leitar upplýsinga hjá starfsfólki skólans vegna málsins.
2.Skólastjóri og foreldrar /forráðamenn leita lausna í málinu.
3.Fræðslusvið Seltjarnarness kemur að málinu eftir beiðni frá skólastjóra og/eða frá foreldrum/forráðamönnum.
4.Málinu er vísað til Barnaverndarnefndar ef ástæða er til.
5.Teymi er stofnað um málið. Fræðslusvið leiðir teymið og ber ábyrgð á vinnu þess.

Allur ferill máls skal skráður formlega og undantekningarlaust.


Byggt á verklagsreglum Reykjavíkurborgar

 


Skólinn