Bókasafn

Bókasafn


Skólasöfn eru upplýsingamiðstöðvar fyrir nemendur og starfsfólk. Skólanámskrá mótar starfsemina en náið samstarf kennara og bókavarða um vinnu nemenda er forsenda þess að söfnin nýtist. Hvað sem líður tæknivæðingu er mikilvægt að hver skóli eigi gott bókasafn sem tryggir nemendum aðgang að fjölbreytilegu lesefni.

 Skólasafnið í Mýrarhúsaskóla

Hér fá nemendur á yngsta- og miðstigi lánaðar bækur til að lesa í skólanum eða heima.

Yngri nemendur læra að umgangast bókasafnið en eldri nemendur  fá aðstoð við að afla sér upplýsinga og þjálfast í að leggja mat á og vinna úr heimildum.

Opið er fyrir útlán á skólatíma.

Bókavörður er Borghildur Hertervig borghildur.hertervig@seltjarnarnes.is

 

 Skólasafnið í Valhúsaskóla

Vinna á safninu miðar að því að þjálfa upplýsingalæsi nemenda, þ.e. bók- og tölvulæsi, og leggja grunn að sjálfstæðum vinnubrögðum í námi.

Skólasafn Valhúsaskóla er á miðri efri hæð skólans, bjart og glæsilegt. Hluti búnaðar er á hjólum svo hægt er að breyta uppröðun og er safnið oft notað sem fyrirlestrasalur. Í samliggjandi tölvuveri bókasafns hafa nemendur aðgang að 11 tölvum til upplýsingaöflunar og heimildavinnu.

Dæmi um notkun skólasafns:

  • Heilir bekkir í fylgd kennara í ýmiss konar verkefnavinnu.
  • Hluti bekkjar vinnur verkefni á safni meðan aðrir eru í stofu hjá kennara.
  • Nemendur koma af sjálfsdáðum þegar þeir eru ekki í tíma.
  • Nemendur í fjarnámi, t.d. í erlendum tungumálum eða framhaldsskólaáfanga.
  • Nemendur nýta sér aðbúnað skólasafnsins við upplýsingaöflun eða heimanám.
  • Nemendur velja sér bækur til að lesa í frítíma sínum eða í yndislestri. Þetta hefur aukist töluvert með vaxandi meðvitund um gildi lesskilnings og eftir að farið var í verkefnið Læsi til náms.

Oft eru margir þættir í gangi í einu á safninu en nemendur með verkefni hafa alltaf forgang.

Bókavörður er Laufey Sigvaldadóttir kennari. laufeysi@seltjarnarnes.is



hildur4-B-sumar


Nám og kennsla