Nemendaráð

Nemendaráð og félagsstarf unglinganna

Grunnskóli Seltjarnarness

Í Lögum um grunnskóla (34. grein) er kveðið á um að nemendum standi til boða þátttaka í félagsstarfi í grunnskólum. Liður í slíku starfi er að gera nemendur einnig þátttakendur í skipulagi og framkvæmd slíks félagsstarfs. Það er í höndum nemenda í valgreininni félagasmálafræði í skólanum og Félagsmiðstöðvarinnar Selsins að sjá um og stýra félagsstarfinu fyrir skólann.nemendarad

 

Allt frá fyrsta starfsári Valhúsaskóla hefur mikil áhersla verið lögð á öflugt og heilbrigt félagslíf nemenda. Skólanefnd og bæjaryfirvöld hafa ætíð sýnt þessum þætti í starfi skólans mikla velvild og greitt götu hans eftir föngum. Það er mál margra að gott félagslíf geti eflt mjög allt starf í skóla og aukið félagsþroska nemenda umfram það sem venjulegt skólahald eitt getur gert. Stefna skólans hefur því helst helgast af þeirri vissu að öflugt og heilbrigt félagslíf í skóla geti:

  1. Virkjað nemendur til starfa, eflt félagsþroska, styrkt samheldni þeirra og verið eins konar félagsmálaskóli fyrir nemendur.
  2. Stuðlað að eflingu íþróttalífs skólans.
  3. Stuðlað að útgáfu skólablaðs.

Frá hausti 2004 hefur orðið breyting á tilhögun á nemendaráði skólans. Framkvæmdaráð nemenda samanstendur af nemendum sem hafa valið sér félagsmálafræði sem valgrein. Kemur framkvæmdaráðið til með að sjá um allt félagsstarf innan skólans og einnig félagslíf Félagsmiðstöðvarinnar Selsins.skolarad-2011

 Ábyrðarmaður með félagslífi er Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Seltjarnarness og forstöðumaður í Selinu. 
Umsjónarmaður með félagslífi er Guðmundur Ari Sigurjónsson aðstoðarforstöðumaður í Selinu en hann sér einnig um kennslu í félagsmálafræði. 








Skólinn