Aðkoma að Mýrarhúsaskóla

Aðkoma að Mýrarhúsaskóla

Aðkoma að skólanum
Mýrarhúsaskóli stendur við Nesveg og eru bílastæði starfsfólks við gamla
Mýrarhúsaskóla. Vinsamlegast sýnið fyllstu varkárni þegar ekið er í
nágrenni skólans og leggið ekki í stæði starfsfólks.

Við hvetjum nemendur til þess að koma gangandi í skólann eða á hjóli ef þeir hafa aldur til og minnum
þá á að nota viðeigandi öryggisbúnað.
Mælt er með því að foreldrar kenni börnum sínum öruggar leiðir í skólann og
fylgi þeim meðan þeir eru að læra að rata. Þá minnum við á endurskinsmerkin
sem allir eiga að nota í skammdeginu.
Ef aka þarf börnum í skólann biðjum við foreldra að setja börnin úr bílnum
á öruggum svæðum. Til að gæta öryggis þeirra sem ganga eða hjóla mælum við
með að setja börnin úr nokkuð frá skólunum og láta þau ganga síðasta
spölinn. Með því móti getum við minnkað bílaumferð við skólana og þannig
aukið öryggi allra. Hægt er t.d. að setja börnin úr bílnum á bílastæðinu
neðan við kirkjuna, en þar er gangbrautarvörður sem tryggir öryggi gangandi
vegfarenda. Það er sameiginlegt hagsmunamál okkar að börnin geti örugg
gengið til og frá skóla. Fari börn mikið ferða sinna í bíl öðlast þau síður
nauðsynlega reynslu sem gangandi vegfarendur.Hagnýtt