Hjólreiðar nemenda
Hjólreiðar
Samkvæmt umferðarlögum má barn yngra en 7 ára ekki hjóla á akbraut nema
undir eftirliti fullorðinna. Samkvæmt ábendingum lögreglunnar ættu börn
undir 10 ára aldri ekki að vera ein á ferð í umferðinni vegna þess að þau
hafa ekki náð fullkomnu valdi á grófhreyfingum og samhæfingu vantar í
hreyfingar. Jafnvægisskyn og hliðarsýn er ekki fullþroskað. Þau skynja ekki
hraða og fjarlægð ökutækja sem nálgast eða úr hvaða átt hljóð kemur. Börn
hafa einfaldlega ekki nægilegan þroska til að vera fullkomnlega ábyrgir
vegfarendur. Þau eiga oft erfitt með að einbeita sér að fleiru en einu
atriði í einu og bregðast rétt við flóknum aðstæðum sem skapast í
umferðinni. Öll börn eiga að nota hjálm og öryggisbúnaður hjólsins þarf að
vera í lagi. Skólinn tekur ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á
reiðhjólum nemenda.