4.- 6. bekkur

Umferðarátak

Mikil bílaumferð við Mýrarhúsaskóla á morgnana hefur skapað örtröð og slysahættu. Ef foreldrar telja nauðsynlegt að aka börnum sínum í skólann á morgnana ættu þeir að velja örugga staði til þess að hleypa þeim úr bílunum. Borið hefur á því að foreldrar leggi bílum sínum í bílastæði starfsfólks eða upp á gangstéttir við Skólabraut meðan þeir fylgja börnum sínum inn í skólann. Þetta hefur skapað vandræði fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega þegar bílum hefur verið lagt báðum megin götunnar.

Við viljum benda foreldrum á leiðir til úrbóta. Velja má um nokkrar aðkomuleiðir:

Frá Skólabraut. Ef börnunum er hleypt út á gangstéttina er örugg leið inn á skólalóðina.
Frá Austurströnd. Hægt er að aka inn Austurströnd að bæjarskrifstofunum, þar eru tröppur upp Plútóbrekkuna og beint að gangbraut við kirkjuna. Þar er gangbrautarvarsla á morgnana frá 8:00 til 8:20.
Ef foreldrar vilja fylgja börnum sínum inn í skólann bendum við á bílastæðin við kirkjuna, þau eru ekki notuð á þessum tíma.

 
Að lokum viljum við minna á að nota endurskinsmerki. Það er óþarfi að bjóða örlögunum byrginn.
 
 
Með kveðju
skólastjórnendur


skólafærninámskeið


Nám og kennsla