7.- 10. bekkur

Dagur með bónda

Í næstu viku fær 7. bekkur heimsókn frá starfandi bónda sem kynnir starf sitt og lífið í sveitinni. Þessi heimsókn Berglindar Hilmarsdóttur, bónda sunnan Eyjafjallasjökuls, er orðinn fastur liður í skólastarfinu í 7. bekk.

Berglind heimsækir 7 - B á mánudag, 7 - A á þriðjudag og 7 - C á miðvikudag.

Nemendur í 7. bekk hafa verið send heim með ættartré sem þau þurfa að fylla út. Ættartréið er liður í undirbúningi fyrir heimsókn Berglindar, en hún skoðar ættartréin með nemendum m.a. til að athuga uppruna nemenda úr sveitum landsins.

Berglind veitir þeim ennfremur innsýn í fjölmargt annað er viðkemur sveitinni s.s.:

· Hvar er landbúnaður stundaður (ekki á miðhálendinu!).
· Hvað er búgrein (ekki hrossatamning ein og sér).
· Hverjir stunda landbúnað ( fólk á öllum aldri).
· Hvernig eru störfin (inni og úti).
· Hvaða áhöld eru notuð (líka tölvur).
· Hvaða störf eru í kringum landbúnað (úrvinnsla, þjónusta).
· Dýrategundum og jurtategundum (þ.m.t. tré í skjólbelti).
· Hvaða nám þarf að stunda til að kunna að búa.





Nám og kennsla