Stóra upplestrarkeppnin
Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag, 26. febrúar.
Þrettán nemendur úr 7. bekk lásu upp og stóðu sig allir með prýði. Þeir fengu bókina Steindýrin eftir Gunnar Theodór Eggertsson að gjöf frá skólanum fyrir þátttökuna
.
Þrír nemendur voru valdir til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.
Þeir eru: Bjarni Rögnvaldsson 7A, Markús Leví Stefánsson 7C og Sóley Ragna Ragnarsdóttir 7A. Auk þess var Snæfríður Sól Tómasdóttir valin sem varamaður. Við óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni og öllum nemendum sem tóku þátt til hamingju með frammistöðuna.