Góður árangur í Skólahreysti
Boðið var upp á rútuferð frá skólanum fyrir þau sem vildu. Nemendur Valhúsaskóla voru hársbreidd frá því að sigra riðilinn sinn og komast áfram í úrslitakeppnina í Laugardalshöll.
Þau lentu sem sagt í 2. sæti sem er frábær árangur og krökkunum til sóma.
Gunnar Guðmundsson í 9 BÁ og Eva Katrín Friðgeirsdóttir í 10. HB voru eins og eldingar í hraðaþrautinni og gaman frá því að segja að feður þeirra eru bræður. Góð gen það ;o) Ólöf Björk
Ingólfsdóttir 10. BDM og Árni Beinteinn Árnason stóðu sig líka mjög vel í styrktarþrautum frábær árangur. Smá möguleiki
er á að komast í úrslitakeppnina, en tvö lið komast áfram á stigatölu. Varamennirnir stóðu sig vel á bekknum og hvöttu vini sína til dáða, það voru þau Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir 10. HB, Ingunn Ósk Erlendsdóttir 10.BDM, Vilhjálmur Hauksson 10.BDM og Arnar Steinn Þorsteinsson 9.BÁ
Stuðningslið Valhúsaskóla fær hér sérstakar þakkir fyrir skemmtilega tilburði á áhorfendapöllum.
Það er ljóst að það skilaði sér til keppenda sem nýttu sér hvatningarópin til leggja enn harðar
að sér. Ef velja hefði átt skrautlegasta stuðningsmannaliðið hefðum við án efa orðið fyrir valinu.
Nemendur klæddust í fyrsta skipti nýjum stuttermabolum með fallegu Való merki framan á. Merkið
er hannað af einum nemenda skólans Arnari Steini Þorsteinssyni og er afar smekklegt og fallegt.
Meðferðis höfðum við svo alla framleiðsluna úr ratleiknum á öskudag. Valóveifur, hálsskraut og
ennisbönd. Yfirbragð hópsins var glæsilegt og öll framkoma hópsins til fyrirmyndar.
Það var stoltur íþróttakennari sem hélt heim á leið eftir frábæra skemmtun með krökkunum og kennurunum
sem fylgdu hópnum í rútunum Gunnari smíðakennara og Völlu
náttúrufræðikennara. Rútubílsstjórinn sem keyrði krakkana hafði orð á fallegri
framkomu krakkanna !!!
Hjartans þakkir fyrir góða ferð í Skólahreysti öllsömul, flott vorum við
;o)
ps. Síðastliðinn föstudag hafði blaðamaður Morgunblaðsins samband við mig, til að forvitnast um skrautlegheit
stuðningsliðs Valhúsaskóla.......það verður grein um okkur í blaðinu í næstu viku einhvern tímann!!!
FYLGIST VEL MEÐ ÞVÍ :o)
Metta Íþróttakennari