7.- 10. bekkur

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2014

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin miðvikudaginn, 26. mars n.k., kl.17:00,  í Safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju, Garðabæ.

Haustið 2006 hófst samvinna milli Garðabæjar og Seltjarnarness um lokahátíðina og er þetta í áttunda sinn sem haldin er sameiginleg lokahátíð.

Upplestrarkeppnin hefst formlega ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16.nóvember. Þá hefst undirbúningur allra nemenda í 7. bekk.  Síðan eru valdir nemendur sem verða fulltrúar okkar á lokahátíðinni.

Í ár lesa þrettán nemendur frá sex skólum, Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla, Valhúsaskóla og Vífilsskóla.

Skemmtiatriði verða frá öllum skólunum. 




Nám og kennsla