Móttökuáætlun fyrir nemendur með sérþarfir

Móttökuáætlun fyrir nemendur með sérþarfir


Hvenær Hvað Af hverju
Allt að ári áður en nem. hefur skólagöngu Fundur með foreldrum barns Til að fá upplýsingar um barnið og heyra væntingar foreldra, hverju þau kvíða eða hafa áhyggjur af.
Janúar Upplýsingar fengnar frá leikskóla og skólaskrifstofu Undirbúningur vegna úthlutunar og ráðninga ef þarf. Til að undirbúa og kaupa hjálpartæki ef þarf og skipuleggja aðstöðu
Mars-Apríl Skilafundur með leikskóla, sérfræðingum og foreldrum. Fundinn sitja skólastjóri, sérkennari yngsta stigs og verðandi umsjónarkennari Farið yfir stöðu barnsins í þroska og félagslega. Skoðaðir hverjir eru hugsanlegir bekkjarfélagar og hvernig þarf að skipuleggja stuðning í kringum barnið og undirbúningur að einstaklingsnámskrá hefst.
Ágúst Sérkennari viðkomandi stigs boðar foreldra á fund ásamt umsjónarkennara og þeim stuðningsaðilum innan skólans sem koma til með að vinna með barninu

Stuðningsaðilar kynntir fyrir foreldrum og hvert hlutverk þeirra er. Farið yfir stundatöflu og skipulag í kringum barnið og skoðaðar eru áherslur í einstaklingsnámskrá.

Á fyrsta teymisfundi með foreldrum nemanda með sérþarfir skal skrifað undir skjal þar sem fram kemur:

·         Hlutverk umsjónarkennara/fagkennara

·         Hlutverk sérkennara

·         Hlutverk þroskaþjálfa ef við á

·         Hlutverk annarra fagmanna

·         Hlutverk foreldra

Í þessu sama skjali þarf einnig að koma fram hvenær og hversu oft verður fundað með foreldrum og hver boðar fundi. Mælst er til þess að fundartími sé ákveðinn fram í tímann.


Stoðþjónusta