Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð (NVR) starfar við Grunnskóla Seltjarnarness skv. reglugerð nr. 584/2010. Í ráðinu sitja, auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, sálfræðingur skóla, hjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi og sérkennari.

NVR er ætlað að fjalla um mál einstakra nemenda sem hafa verið lögð fyrir ráðið. Starfsmenn skólans vísa málum skriflega til ráðsins til að leita eftir stuðningi, samvinnu eða ráðgjöf vegna nemenda sinna. Ráðið tekur einnig við og fjallar um umsóknir um sálfræðimat. NVR hefur samskipti við aðrar stofnanir svo sem félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu eins og þörf krefur.

Fundargerðir NVR eru skráðar í til þess gerða fundargerðarbók sem geymd er inni á skrifstofu skólastjóra.
Stoðþjónusta