Talmeinaþjónusta

Talmeinaþjónusta

Hlutverk talmeinafræðings í grunnskóla er að sinna greiningu og ráðgjöf, sbr. reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum , nr. 584/2010, með síðari breytingum. Hlutverk talmeinafræðings er einnig að sinna grunnþjónustu og veita þjónustu vegna barna með framburðarfrávik, málþroskafrávik og stam.

  • Framburðarfrávik - að 7 ára börn og eldri hafi 7 eða færri villur á framburðarprófi
  • Málþroskafrávik - m.v. málþroskatölu 81-85
  • Stam - grunnskólabörn með stam og flausturmæli, vægari tilvik, 1-3%

Talmeinafræðingur veitir kennurum og foreldrum fræðslu og ráðgjöf. Foreldrar/forráðamenn barna eru hvattir til að hafa samband við skólastjórnendur, hafi þeir grun um tal- og/eða málvanda hjá börnum sínum.

Talmeinafræðingur skólans er Anna María Gunnarsdóttir.


Stoðþjónusta