Heimanám

Heimanám 1. - 3. bekkur

Heimanám er góð leið til þess að tengja saman heimili og skóla. Það undirstrikar ábyrgð nemenda á námi sínu, er þjálfun í því sem verið er að kenna og gefur foreldrum færi á að fylgjast með því sem börnin eru að gera í skólanum. Nemendur læra að skipuleggja sig og þjálfast í vinnubrögðum sem koma þeim til góða í námi síðar meir.
Lestur er undirstaða alls náms og aldrei er ofmetið mikilvægi þess að allir nemendur lesi daglega. Ekki er nóg að ná taki á lestrartækninni heldur þarf stöðuga æfingu í að lesa mismunandi texta til að efla lesskilning.

Á yngsta og miðstigi er megináhersla lögð á lestur og lesskilning þar sem allt nám byggir meira eða minna á góðri lestrarfærni. Nemendur fá afhenta vikuáætlun þar sem fram kemur heimanám. Þeir hafa val um hvenær þeir vinna heimanámið,en eiga að skila í síðasta lagi viku frá afhendingu. Lögð er áhersla að það sé stígandi í heimanámi barnanna. Heimanámið ætti ekki að taka lengri tíma en 20 mín á yngsta stigi og 30 mínútur á miðstigi ef ekki er um undirbúning fyrir próf að ræða. Fari tíminn fram úr hófi er rétt að hafa samband við umsjónarkennara barnsins. Einnig ættu foreldrar að hafa samband ef óskað er eftir meiri heimavinnu. Nemendur sem fara úr kennslustundum í Tónlistarskólann eða fá leyfi til lengri tíma gætu þurft að vinna heima til að bæta það upp. Ekkert heimanám er í jóla-, páska- og vetrarfríum.

 


Nám og kennsla