Skólaráð

Foreldraráð

Grunnskóli Seltjarnarness

Með nýjum grunnskólalögum kemur skólaráð í stað foreldraráðs. Skólaráðið  Grunnskóla Seltjarnarness starfar samkvæmt 8. gr laga nr. 91/2008 sem hljóða svo:

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
    

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.


 

Skólaráð skólans er lögboðinn vettvangur foreldra til að koma skoðunum sínum á framfæri við skólastjórnendur varðandi innhald, áherslur og skipulag skólastarfsins. Í skólanum starfar eitt foreldraráð með fjórum fulltrúum. Skólaráð hefur tvo áheyrnarfulltrúa á öllum skólanefndarfundum og er það ákveðið af fulltrúum hverjir fara hverju sinni. Skólaráð starfar í náinni samvinnu við stjórn foreldrafélagsins. Skólaráð hittir skólastjórnendur á mánaðarlegum fundum auk formanni foreldrafélagsins.

Við hvetjum foreldra til að setja sig í samband við fulltrúa sína í ráðinu óski þeir eftir að koma málum um skólastarfið á framfæri.

Hlutverk skólaráðs

  • Fjallar um og gefur umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir* sem varða skólahaldið.
  • Fylgist með framkvæmd áætlana og að þær séu kynntar foreldrum.
  • Kemur á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra til skólastjórnenda og skólanefndar.

 Verkefni skólaráðs

  • Fulltrúar sitja á skólanefndarfundum og koma þar sjónarmiðum foreldra á framfæri auk þess að leggja  fram tillögur
  • Situr mánaðarlega fundi með skólastjórnendum um skólastarfið og áætlanir því tengdu.
  • Fundar með öðrum aðilum innan skólans svo sem nemendaráði og kennararáði a.m.k. einu sinni á vetri.
  • Fer yfir skólanámskrá og aðrar áætlanir skólans og útbýr umsagnir um þær.
  • Tekur þátt í verkefnum á vegum skólanefndar sem fulltrúar foreldra.
  • Tekur þátt í samstarfi foreldraráða um sameiginlega hagsmuni á landsvísu.

*Í skólanámskrá er fjallað um atriði er varða innra starf skóla s.s. skipulag náms og kennslu, skólareglur, öryggismál, skólatíma, skóladagatal, námsmat, mat á skólastarfi, endurmenntun kennara, félagslíf í skólanum, og annað sem varðar starfsemi skólans. Aðrar áætlanir eru t.d. fjárhagsáætlanir, viðhaldsáætlanir, framkvæmdaáætlanir v/skóla, íþróttahúss, sundlaugar og skólalóðar, tengsl tónlistarskóla og grunnskóla og fleira sem varðar framkvæmd skólahaldsins



 

 

 




Foreldrar