Foreldrafélag

Foreldrafélag

Grunnskóli Seltjarnarness Mýrarhúsaskóli - Valhúsaskóli

 

Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness starfar samkvæmt 9.gr. laga nr.91/2008 sem hljóðar svo:

Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.
  Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

 

Foreldrafélag skólans eru samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum og vinnur að því að efla samskipti barna, foreldra og starfsmanna skólans. Foreldrafélagið styður við starf bekkjarfulltrúa, hefur virk samskipti við þá og skipuleggur auk þess ýmsa viðburði sem efla skólaandann. Foreldrafélagið vinnur að ýmsum málum í grenndarsamfélaginu s.s. forvarnarmálum í sveitarfélaginu sem eflir tengsl foreldra og barna við grenndarsamfélagið.

Bekkjarfulltrúar gegna mikilvægu hlutverki í því að efla og styrkja samstarf foreldra, umsjónarkennara og nemenda innan hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúi hlustar eftir skoðunum foreldra og kemur þeim á framfæri ef þörf er á við viðeigandi aðila. Bekkjarfulltrúar mynda svokallað fulltrúaráð foreldrafélagsins. Foreldrafélagið heldur fulltrúaráðsfundi a.m.k. tvisvar á vetri og fulltrúi foreldráðs situr einnig þá fundi til að efla upplýsingaflæðið.

Hlutverk foreldrafélagsins

  • Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í skólanum.
  • Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans
  • Styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
  • Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi skólastarfið til skólastjórnenda og foreldraráðs.

Verkefni foreldrafélagsins

  • Skipuleggur skemmtanir og aðra viðburði í samstarfi við skólann og Selið eftir því sem við á.
  • Styður og hvetur bekkjarfulltrúa til að efla bekkjar­anda og foreldrasamstarf í hverjum bekk.
  • Kemur á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og skólamál
  • Hefur umsjón með foreldrarölti í samvinnu við Selið.
  • Tekur þátt í málefnum í grenndarsamfélagi sem fulltrúar foreldra s.s. í tengslum við forvarnarstarf.
  • Veitir skólanum og nemendum lið í að bæta aðstæður til náms- og félagsstarfa
  • Formaður situr mánaðarlega fundi með foreldraráði og skólastjórnendum um skólastarfið.
  • Tekur þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra.



Foreldrar