Mötuneyti

Mötuneyti

Mýrarhúsaskóli - Valhúsaskóli

Mataráskrift á haustönn gildir frá skólabyrjun. Ekki er hægt að kaupa einstakar máltíðir. Verðskrá er birt á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is. Greitt er með boðgreiðslum Visa/Mastercard eða greiðsluseðli. Mataráskrift er greidd fyrirfram fyrir einn mánuð í senn að því undanskildu að greitt er fyrir ágúst og september í lok ágúst og fyrir júní og maí í byrjun maí eða lok apríl.

Segja þarf mataráskrift upp fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögn gildi við næstu mánaðamót. Skráning fer fram í gegnum rafrænt Seltjarnarnes á vefsíðu Seltjarnarness, www.seltjarnarnes.is

Nýir áskrifendur geta aftur á móti bæst við hvenær sem er. Allir nemendur borða í matsal skólans hvort  sem þeir kaupa mat í mötuneyti skólans eða koma með nesti að heiman. Matseðill skólans tekur mið af matseðli sem samþykktur hefur verið af Manneldisráði og er hann gefinn út fyrir fjórar vikur í senn. Boðið er upp á mjólk og vatn í hádeginu. Hægt er að nálgast matseðilinn á vefsíðu skólans:

http://grunnskoli.seltjarnarnes.is/skolinn/motuneyti-/matsedill/

4.3. Morgunnesti - ávaxtastund - hafragrautur

Ekki þarf að fjölyrða um gildi hollrar og góðrar næringar fyrir líðan barna og árangur þeirra í skólanum. Staðgóður morgunverður, áður en nemendur koma í skólann, er forsenda þess að þeir geti einbeitt sér og notið skólastarfsins. Nemendur á yngsta stigi og miðstigi snæða morgunnesti í kennslustofum. Hægt er að kaupa ávexti í áskrift (sjá einnig verðskrá á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar). Komið er með ávextina í stofurnar til nemenda í nestistíma.  Nemendum í 1. – 6. bekk stendur til boða að fá hafragraut fyrir skólabyrjun (kl. 7:50 – 8:10) sér að kostnaðarlausu og hvetjum við nemendur til að nýta sér það.

Til upplýsingar fyrir foreldra þá stendur m.a. í handbók Lýðheilsustöðvar fyrir skólamötuneyti:

[Það er] eðlilegt að reikna með að börnin borði morgunmat áður en þau koma í skólann. Þá ætti að nægja að börnin fái ávöxt og léttmjólk eða vatn í nestis­tíma um miðjan morgun. Matarmikið nesti getur minnkað matarlystina í hádeginu eða stuðlað að ofeldi.

http://www.lydheilsustod.is/media/manneldi/fraedsla/Handbok_skolamotuneyti.pdf

Nemendur 7.-10. bekkjar neyta morgunhressingar í matsal en matsalurinn er opinn frá 7:45-14:30. Þar er  hafragrautur, í boði skólans, á borðum (bæði fyrir skólabyrjun og í frímínútum) en annars er mælt með því að að nemendur komi með ávexti og grænmeti í nesti. Þeir sem þurfa meiri næringu geta keypt sér brauðmeti, ávaxtasafa, skyr, jógúrt og mjólk. Nemendur hafa aðgang að örbylgjuofnum og samlokugrillum í matsalnum.

4.4. Skipulag í matsal hjá 1. – 6. bekk

Nemendum í 1.–6. bekk er úthlutað föstu sæti í matsal í byrjun skólaárs. Kennarar og aðrir starfsmenn aðstoða nemendur í 1.-3. bekk í matsal á meðan matast er. Þeir sjá til þess að nemendur fari út í frímínútur að matartíma loknum. Gert er ráð fyrir að 2-3 kennarar og starfsmenn séu til aðstoðar í matsal með nemendum á miðstigi. Tveir nemendur úr hverri bekkjardeild eru umsjónarmenn í matsal í tvær vikur í senn. Að máltíð lokinni  ganga þeir frá, þurrka af borðum og sópa gólf. Umsjónarkennari skilar deildarstjóra upplýsingum um sætaskipan og umsjónarmenn. Starfsfólk mötuneytis leiðbeinir umsjónarmönnum.

4.5. Skipulag í matsal hjá 7. – 10. bekk

Nemendur mæta í morgunhressingu og hádegismat í tveimur hópum þ.e. tveir árgangar matast saman.

Skólinn