Lára Jónatansdóttir, nemandi í 1 – KL, er ungur og upprennandi rithöfundur sem gaf nýverið út bók. Bókin heitir Smásögur Láru og inniheldur hún fjórar smásögur eftir Láru en hún teiknar líka myndirnar í bókinni. Við í Mýró erum rosalega stolt af þessari flottu stelpu og skólinn tryggði sér að sjálfsögðu áritað eintak.
Í dag var tilkynnt hver er vinningshafi í jólamyndasamkeppni fyrir jólakort Gróttu. Þetta er í 2. skiptið sem nemendur í 4. bekk í Mýró taka þátt í þessu verkefni með Gróttu.
Lesa meiraKærar þakkir fyrir fallegar gjafir og góða þátttöku í „jól í skókassa" verkefninu í Grunnskóla Seltjarnarness. Í ár söfnuðu nemendur, foreldrar þeirra og starfsfólk skólans 122 gjöfum og með þessum gjöfum gleðjum við 122 börn sem fá jólagjöf um þessi jól.
Við minnum á að engin kennsla verður á morgun, miðvikudaginn 11. nóvember og fimmtudaginn 12. nóvember vegna nemenda- og foreldraviðtala.
Lesa meira