Skólaskjól

Skólaskjól

Skóladagvist Mýrarhúsaskóla 2017 - 2018


Skóladagvist í Mýrarhúsaskóla


1-2 bekkir    beinn  sími  5959 221

3-4 bekkir    beinn sími  5959 215

Netfang: skjolid@seltjarnarnes.is


Skólaskjól / frístund er dagvist fyrir nemendur í 1. - 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og þarf að greiða sérstaklega fyrir dvölina þar.

Opnunartími Skólaskjóls / frístundar er frá kl. 13:20-17:15 alla virka daga. Opið er á  skipulagsdögum kennara, foreldradögum. Í jóla- og páskafríum barnanna frá kl. 8:00-17:15. Foreldrar þurfa að skrá börn sín sérstaklega þessa daga og greiða aukalega fyrir þann tíma sem barnið er umfram það sem kveðið er á um í dvalarsamningi. Lokað er í vetrafríi og sumarfríi skólans, á aðfangadag og gamlársdag, einnig á Skjólið / frístund einn starfsdag á haustönn og annan á vorönn.

Skólaskjól / frístund opnar á fyrsta skóladegi eftir skólasetningu og seinasti dagur skólaársins þar sem opið er í Skjólinu / frístund er dagurinn fyrir skólaslit. 

Forráðmenn innrita börn sín í síðasta lagi í maímánuði fyrir komandi skólaár. Innritun er rafræn og fer fram á vef Seltjarnarnesbæjar, http://www.seltjarnarnes.is/.

 Velja þarf upphafstíma og lokatíma fyrir alla daga. Allar breytingar sem gerðar eru eftir innritun skal

tilkynna til forstöðumanns Skólaskjóls. Breytingar þurfa að vera gerðar fyrir 12. dag mánaðar svo þær taki gildi frá næstu mánaðarmótum. Staðfesting á innritun berst til foreldra í ágúst.

Gjaldskrá fyrir Skólaskjól 2017 - 2018

 

Starfsemi Skólaskjólsins byggir á eftirfarandi markmiðum:

·             Að skapa börnunum hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi.

·                Að börnin geti notið sín í leik og starfi

·                Að börnin rækti margvíslega hæfileika sína í
       tómstundunum    sínum

·                Að börnin læri að bera virðingu fyrir félögum sínum og
       sýni   hverju öðru kurteisi og tillitssemi í hvívetna.

·                 Að börnin læri að ganga vel um þá hluti sem þau hafa
        aðgang að.

Í Skólaskjóli gilda sömu umgengnisreglur og í grunnskólanum. Lögð er áhersla á að vinnufriður ríki þannig að hver og einn fái notið næðis við leik og störf.

Starfsfólk Skólaskjóls leggur áherslu á góð samskipti við heimilin. Foreldrar eru ávallt velkomnir í heimsókn. Ef upp koma vandamál er varða líðan barnanna eða framkomu er haft samband við foreldra.

Frídagar/ veikindi

·          Ef barn er veikt eða á frídag er nauðsynlegt að foreldrar tilkynni það til forstöðumanns Skólaskjóls eða til ritara skólans. Það er ekki nóg að senda samdægurs tölvupóst þess efnis.

·          Ef barn skilar sér ekki í Skólaskjólið hringjum við heim og könnum ástæðuna. Mikilvægt er að foreldrar séu búnir að skipuleggja fyrirkomulag dagsins með börnunum áður en lagt er af stað í skólann og tilkynna ef heimferðartími er annar en vanalega.

·          Áríðandi er að foreldrar virði dvalartíma barna sinna, það stuðlar að betra skipulagi á uppeldisstarfi og vinnutíma starfsfólks.

Hólmfríður Pedersen forstöðumaður skólaskjóls. Netfang: holmfridur.petersen@seltjarnarnes.is

Starfsfólk Skólaskjólsins 

Anna Soffía Björnsdóttir

Aron Dagur Pálsson

Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir

Berglind María B. Pétursdóttir

Elísabet Charlotta Ásgeirsdóttir 

Hafsteinn Ernir Hafsteinnsson

Halldóra S. Halldórsdóttir

Herdís Gunnarsdóttir

Ólöf Björk Sigurðardóttir

Rita Janikýnaite

Stefanía Helga Sigurðardóttir

Sonja  Irena W. Ferrua

Stefán Bjarnason

Svetlana Bulatova

Tómas Gauti Jóhannsson

Viktor Orri Pétursson

Viktoría Hinriksdóttir

Þórey Hannesdóttir

 


 


Skólinn