Skólaskjól

Skólaskjól

Skóladagvist Mýrarhúsaskóla 2019 - 2020


Skóladagvist í Mýrarhúsaskóla

Sími skóladagvistar er 696 1535

Svarað er í símann frá kl. 13.00 til lokunar.

Fólk er beðið um að senda tölvupóst á skjolid@seltjarnarnes.is fyrir hádegi.



Netfang: skjolid@seltjarnarnes.is


Forstöðumaður: Hólmfríður Petersen

Sími: 696 1535

Nemendur í 1.-4. bekk eiga kost á dvöl í Skjóli eða Frístund  frá því að skóladegi lýkur til kl. 17:00.

Skjól (1. og 2. bekkur) og Frístund (3. og 4. bekkur) er dagvist fyrir nemendur í 1. - 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og þarf að greiða sérstaklega fyrir dvölina þar. 

Hlutverk Skjóls og Frístundar er að mæta þörfum fjölskyldna á Seltjarnarnesi með því að skapa yngstu nemendum Grunnskóla Seltjarnarness öruggan og notalegan samastað, þar sem þeir geta sótt ýmis námskeið, fengið aðstoð við heimanám og leikið sér í frjálsum leik. Góð samvinna er við Íþróttafélagið Gróttu, Tónlistarskóla Seltjarnarness og aðrar stofnanir sem bjóða upp á tómstundastarf fyrir börn.

Opnunartími

Opnunartími Skjóls / Frístundar er frá kl. 13:20-17:00 alla virka daga. Opið er á  skipulagsdögum kennara og foreldradögum. Í jóla- og páskafríum barnanna er opið kl. 8:00-17:00. Foreldrar þurfa að skrá börn sín sérstaklega þessa daga og greiða aukalega fyrir þann tíma sem barnið er umfram það sem kveðið er á um í dvalarsamningi. Lokað er í vetrafríi og sumarfríi skólans, á aðfangadag og gamlársdag. Skjól og Frístund einn starfsdag á haustönn og annan á vorönn.

Skjól / Frístund opnar á fyrsta skóladegi eftir skólasetningu og seinasti dagur skólaársins þar sem opið er í Skjóli og Frístund er dagurinn fyrir skólaslit. 

Innritun

Foreldrar innrita börn sín rafrænt á „Mínum síðum (Opnast í nýjum vafraglugga)“ að vori eða á sama tíma og innritun 6 ára barna fer fram. Gerður er skriflegur dvalarsamningur fyrir eina önn í senn. Segja þarf dvalarsamningi upp með mánaðar fyrirvara. Mikilvægt er að reglur um innritun og dvalarsamninga séu virtar. Til þess að tryggja öryggi barnanna verða allir hlutaðeigandi aðilar, þ.e. starfsmenn Skjóls og Frístundar, foreldrar og þeir sem standa fyrir íþrótta- og tómstundastarfi að vinna saman og gæta þess að upplýsingastreymi milli aðila sé gott.

Gjaldskrá Skólaskjóls

 

Starfsemi Skjóls og Frístundar byggir á eftirfarandi markmiðum:

·         Að skapa börnunum hlýlegt, öruggt og notalegt umhverfi.

·         Að börnin geti notið sín í leik og starfi.

·         Að börnin rækti margvíslega hæfileika sína í tómstundunum sínum.

·         Að börnin læri að bera virðingu fyrir félögum sínum og sýni  hverju öðru kurteisi og tillitssemi í hvívetna. 

·         Að börnin læri að ganga vel um þá hluti sem þau hafaaðgang að.

Í Skjóli og Frístund gilda sömu umgengnisreglur og í grunnskólanum. Lögð er áhersla á að vinnufriður ríki þannig að hver og einn fái notið næðis við leik og störf.

Starfsfólk Skjóls og Frístundar leggur áherslu á góð samskipti við heimilin. Foreldrar eru ávallt velkomnir í heimsókn. Ef upp koma vandamál er varða líðan barnanna eða framkomu er haft samband við foreldra.

Frídagar/ veikindi

Ef barn er veikt eða á frídag er nauðsynlegt að foreldrar tilkynni það til forstöðumanns Skjóls / Frístundar eða til ritara skólans. Það er ekki nóg að senda samdægurs tölvupóst þess efnis. Áríðandi er að foreldrar virði dvalartíma barna sinna, það stuðlar að betra skipulagi á uppeldisstarfi og vinnutíma starfsfólks.

Ef barn skilar sér ekki í Skjól eða Frístund hringjum við heim og könnum ástæðuna. Mikilvægt er að foreldrar séu búnir að skipuleggja fyrirkomulag dagsins með börnunum áður en lagt er af stað í skólann og tilkynna ef heimferðartími er annar en vanalega.








 


Skólinn