Skólinn
Eldri fréttabréf

Fréttabréf Mýrarhúsaskóla í febrúar 2006

Öskudagsskemmtun

Miðvikudaginn 1. mars verður skemmtun fyrir 1.- 3. bekki Grunnskóla Seltjarnarness í Félagsheimili Seltjarnarness frá kl. 14:00 til 15:30

Dagskrá:

  • Kötturinn sleginn úr tunnunni
  • Leikir og dans undir stjórn Jóhanns Arnar Ólafssonar
  • Solla stirða kemur í heimsókn
  • Viðurkenning fyrir frumlegasta búninginn

Skemmtun fyrir 4.- 7. bekki Grunnskóla Seltjarnarness verður í Félagsheimili Seltjarnarness frá kl. 17:00-18:30

Dagskrá

  • Kötturinn sleginn úr tunnunni
  • Leikir og dans
  • Lalli töframaður kemur í heimsókn
  • Viðurkenning fyrir frumlegasta búninginn

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum.

Stjórn foreldrafélagsins.

Leiksýning

Leikarar frá Möguleikhúsinu koma í skólann 9. mars og sýna nemendum í 1.- 3. bekkjum leikritið Hattur og Fattur og Sigga sjoppuræningi. Sýningarnar eru í boði foreldrafélagsins. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson og leikarar eru Pétur Eggerz, Bjarni Ingvarsson og Alda Árnadóttir. Búningahönnuður er Helga Rún Pálsdóttir, leikmynd eftir Bjarna Ingvarsson og Helgu Rún Pálsdóttur en tónlistin er eftir Ólaf Hauk Símonarson.

Niðurstöður úr Mentorkönnun

 

Á foreldradegi 31. janúar s.l. voru lagðar spurningar fyrir foreldra um það hvernig nýja samskiptaforrtið Mentor nýttist. Spurt var hvernig  aðgangur að heimavinnuáætlun, ástundun og dagbók nýttist. Einnig var spurt hvernig upplýsingar á heimasíðu nýttust foreldrum. Að lokum voru foreldrar hvattir til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um það sem betur mætti fara í samskiptum heimils og skóla.

Greinilegt er að margt er jákvætt við þennan nýja möguleika í samskiptum að mati margra foreldra og einnig komu fram skýrar ábendingar um það sem betur má fara og verða leiðir til úr bóta skoðaðar með starfsfólki skólans til að betur megi koma til móts við óskir foreldra. Nokkra athygli vekur hvað foreldrar fara sjaldan inn á heimasíðu skólans þótt það sé ágætur farvegur fyrir upplýsingar. Hvetjum við því foreldra til að fylgjast með fréttum á heimasíðu skólans.

 

 Könnun á notkun Mentors og heimasíðu í janúar 2006