Skólinn
Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

17.11.2017 Fréttir

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal Mýrarhúsaskóla. Sérstakir gestir voru elstu nemendur leikskólans. Allir sungu saman eitt lag en svo fluttu 1. bekkingar Stafrófsvísur eftir Þórarin Eldjárn, 5. bekkingar fluttu Skólarapp með miklum tilþrifum og að lokum var leikþáttur um æfi Jónasar Hallgrímssonar í flutningi 3. bekkinga.
Margar myndir frá þessum sýningum eru í myndasafni skólans.