Skólinn
Fréttir

3. bekkur týnir rusl

27.5.2019 Fréttir

3AMS og 3ALS fóru með kennurum sínum Aðalheiði og Lilju Sif að týna rusl í náttúrurfræði. Nemendurnir eru búnir að vera læra um flokkun á rusli bæði í náttúrufræði og einnig í heimilisfræði í vetur og hafa sýnt þessu mikinn áhuga.

 

Þau hafa verið að læra um hvað það er mikilvægt að við hendum rusli á í ruslatunnur og svo höfum við verið að skoða hvað verður um ruslið sem ekki fer í ruslatunnur, bæði skoðað myndir á netinu og fréttatengd efni um rusl og mengun.

 

Það var því tekin ákvörðun að fara út í Bakkagarð og týna rusl og er þessi mynd afraksturinn af því. Það var nóg að rusli að finna þarna á bakvið Valhúsaskóla. Þeim fannst þetta ákaflega skemmtilegt verkefni og skemmtu sér mjög vel.