Skólinn
Fréttir

Bolludagur og öskudagur

20.2.2020 Fréttir

Bolludagurinn er á mánudag, 24. febrúar. Þann dag er nemendum frjálst að koma með bollur með sér í nesti eða annað sparinesti ef nemendur borða ekki bollur (bara passa að það innihaldi ekki hnetur).

Á öskudag verður óhefðbundið skipulag í gangi.

 

Í Mýrarhúsaskóla verður skóladagurinn er frá 8:10-12:00 og við skemmtum okkur saman í öskudagsbúningum en án vopna. Nánar um dagskrána kemur í pósti. 

 

Í Valhúsaskóla verður skóladagurinn jafnframt óhefðbundinn. Allir mæta kl. 8:10 og verður kennsla til kl. 10:00. Eftir það fara allir saman niður í íþróttahús, taka á móti Hagskælingum og Való-Hagó dagurinn verður haldinn hátíðlegur til u.þ.b kl. 12:00. Eftir það fellur kennsla niður en dagskrá Való-Hagó dagsins heldur áfram seinni part dags fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Sú dagskrá hefst með ræðukeppni í Hagaskóla kl.18:00 og í beinu framhaldi verður ball í íþróttahúsi Hagaskóla. Pizzur verða seldar fyrir ballið.  Við hvetjum nemendur til að koma í búningum í skólann.