Skólinn
Fréttir

Starfsdagur mánudaginn 16.3

15.3.2020 Fréttir

STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020 verði starfsdagur í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt starfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

IMPORTANT NOTICE-SCHOOLS CLOSED ON MONDAY
No compulsary and preschools activities on Monday 16. March as school staff will take an organizational day.
All the municipalities in the greater Reykjavík area have sent out a communal notice about compulsory schools, preschools and after-school programs.
The Minister of Health has decided to put in order temporary restrictions on schools. This means that compulsory schools and preschools in the country will have to operate according to limitations imposed by communicable disease control. The municipalities in the Reykjavík area will work in accordance with the restrictions to organize classes and other activities.
A decision has already been taken to keep all compulsory and preschool children at home, Monday 16. March so that all school staff can work towards meeting the requirements.