Skólinn
Fréttir

Dagskrá skólaloka í Mýró

28.5.2020 Fréttir

Nú fer að líða að lokum þessa skólaárs og hér er skipulag fyrir 8. og 9. júní, sem verða með nokkuð öðru sniði en venjulega vegna Covid-19. Okkur þykir það leitt en vegna Covid-19 getum við því miður ekki boðið aðstandendum að taka þátt í vorhátíðinni eða vera viðstaddir skólaslit í ár, hvorki í 1.-5. bekk né í kveðjuathöfn 6. bekkinga.  

 

Mánudagur 8. júní: Vorhátíð/þemadagur kl. 8:10 – 12:30

Í ár verður vorhátíðin ekki með hefðbundnu sniði og engir foreldrar verða með í ár. Þess í stað verða Fjölgreindaleikar haldnir. Nemendur þurfa að koma með hollt nesti í litlum bakpoka, sem þeir bera með sér allan daginn og vera klæddir til að vera úti hálfan daginn. Kl. 12:00 safnast svo hópurinn saman í pylsupartý á skólalóðinni.

Þriðjudagur 9. júní: Skólaslit

Nemendur í 1. – 5. bekk mæta beint í sínar bekkjarstofur og fá afhentan vitnisburð og fara heim að því loknu.

·        1.-3. bekkir kl. 9:00

·        4.-5. bekkir kl. 9:30

Kveðjuathöfn fyrir nemendur í 6. bekk verður í salnum kl. 11:30. Nemendur mæta í sína bekkjarstofu í síðasta lagi 11:15 og fylgja svo umsjónarkennara niður í sal.