Skólinn
Fréttir

Spurningakeppni

Spurningakeppni

16.4.2021 Fréttir

Við í Valhúsaskóla vorum í lestrarátaki í febrúar og mars og endaði átakið á spurningakeppni. Allir bekkir fengu sömu 7 bækurnar til að lesa og báru ábyrgð á að svara spurningum úr bókunum saman. Spurningakeppnin var á bókasafninu og var útsláttarkeppni. Við byrjuðum fyrir páska á keppninni og komust 10. KLV, 9. RMÓ, 8. BDM og 7. SF í undanúrslit. Úrslitin fóru fram í dag og voru það 7. SF og 9. RMÓ sem kepptu til úrslita. 7. SF gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina og fær í verðlaun pítsuveislu fyrir bekkinn í hádeginu eða í umsjónartíma. Við óskum 7. SF til hamingu með sigurinn.

Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum keppnina en líklegt er að hún verði árlegur viðburður hér þar sem flestir skemmtu sér vel og sýndu lestrinum áhuga