Skólinn
Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin

21.4.2021 Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Valhúsaskóla vorið 2021

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Valhúsaskóla fór fram á bókasafni skólans miðvikudaginn 21. apríl, síðasta vetrardag. Keppendur voru fimmtán, fimm úr hverjum 7. bekk skólans.

Nemendur lásu samfelldan texta úr skáldsögunni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og ljóð að eigin vali.

Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel en úrslit keppninnar urðu þau að

Emilía Halldórsdóttir varð í 1. sæti, Ólafur Björn Hansson í 2. sæti og Guðlaug Helga Björnsdóttir í 3. sæti.

Allir lesarar fengu bókargjöf og sigurvegarar auk þess ljóðabók eftir Kristján frá Djúpalæk og viðurkenningarskjal frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn.