Skólinn
Fréttir

Vorhátíð og skólaslit í Mýró

7.6.2021 Fréttir

Þá er komið að lokum skólaársins og verður dagskráin 9. og 10. júní eftirfarandi:

Miðvikudagur 9. júní : Vorhátíð Mýró frá 9:00 – 12:30. Foreldrafélagið sér um hoppukastala og fjör á skólalóðinni og grillar pylsur fyrir nemendur og starfsfólk.

Fimmtudagur 10. júní: Skólaslit

Nemendur mæta í sína bekkjarstofu – foreldrar eru velkomnir (munið samt sóttvarnir)

·         1. –  3. bekkur kl. 9:00

·         4. –  5. bekkur kl. 9:30

Vegna þess hversu margir nemendur í 6. bekk verða fjarverandi þann 10. júní vegna fótboltamóts í Vestmannaeyjum verður kveðjuathöfn fyrir þau þriðjudaginn 8. júní kl. 15:30 þar sem þau fá vitnisburð og kveðja Mýró. Formleg skólaslit verða svo fyrir 6. bekk eftir vorhátíðina þann 9. júní.

Að lokum hvetjum við alla ferðalanga morgundagsins að fylgjast vel með veðurspá, taka stöðuna svo í fyrramálið og koma klædda eftir veðri.

Um leið og við þökkum nemendum og öllum aðstandendum fyrir samstarfið í vetur og óskum ykkur góðs og gleðilegs sumars.

Starfsfólk Mýró